Handbolti

Bjarni Fritz: Alls konar reynsla sem þeir fá út úr þessu

Ísak Hallmundarson skrifar

„Gummi er alltaf að breyta hópnum, ég hef ekki séð þetta áður frá honum en mér finnst það bara flott, hann er að reyna að nýta mótið, ég held að mótið geti nýst okkur vel til framtíðar.

Það er verið að rúlla og rótera og menn eru að kynnast þessu. Það er ekkert grín að fara á stórmót og vera í þessari aðstöðu að vera spila og öll þjóðin að horfa á þig og þú ert einhversstaðar í Egyptalandi, það er alls konar reynsla sem þeir fá út úr þessu,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, í aðdraganda landsleiks Íslands og Noregs sem hefst kl. 16:30 í dag. 

Þetta er síðasta leikur Íslands á HM í Egyptalandi.

„Ég veit ekki hvort það verða miklar breytingar (fyrir Noregsleikinn) en ég hugsa bara að þeir reyni að keyra í þennan leik svipað eins og á móti Frakklandi og loka mótinu og þessum milliriðli vel,“ sagði Bjarni að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×