Handbolti

Egyptar í góðum málum eftir sigur í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ahmed Hesham var markahæstur í liði heimamanna í dag.
Ahmed Hesham var markahæstur í liði heimamanna í dag. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany

Egyptaland á góða möguleika á að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta eftir öruggan níu marka sigur á Hvít-Rússum í dag, 35-26.

Heimamenn leika í milliriðli fjögur og tróna þar á toppnum sem stendur eftir sigur dagsins. Egyptaland var sjö mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 21-14. Mest komust heimamenn tíu mörkum yfir og unnu á endanum níu marka sigur, lokatölur 35-26.

Ahmed Hesham var markahæstur í liði heimamanna með fimm mörk.

Egyptaland sem stendur með sex stig á toppi milliriðils fjögur. Þar á eftir koma Svíþjóð og Rússland með fimm stig. Slóvenía er með fjögur stig, Hvíta-Rússland með tvö stig og Norður-Makedónía er á botni riðilsins án stiga.

Slóvenía og Svíþjóð mætast í hörkuleik klukkan 19.30 í kvöld þar sem toppsætið er undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×