81 stigs leikur Kobe Bryant sýndur í heild sinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 14:00 Kobe Bryant var magnaður þetta janúarkvöld fyrir fimmtán árum síðan. Getty/Harry How Í dag 22. janúar eru liðin fimmtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum í NBA-deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira