Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:01 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Simon Hofmann Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira