Stórleikur Danielu á Ásvöllum og Keflavíkurstelpur eru áfram taplausar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 16:40 Elísabeth Ýr Ægisdóttir hjá Haukum með boltann en Keflvíkingurinn Daniela Wallen Morillo er til varnar. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson fór yfir umferðina í kvennakörfunni í gærkvöldi en þar fögnuðu Breiðablik, Valur, Keflavík og Fjölnir sigri í sínum leikjum. Fjögur lið eru með átta stig á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir að sjötta umferðin fór fram í gær. Þessi þrjú lið hafa þó ekki spilað jafnmarga leiki. Keflavík, Fjölnir og Valur eru liðin með átta stiga á toppnum, Keflavík í fjórum leikjum, Valur í fimm leikjum og nýliðar Fjölnis í sex leikjum. Klippa: Gaupi fór yfir umferðina í Dominos-deild kvenna Keflavíkurkonur hafa unnið alla fjóra leiki sína í vetur en þær sóttu sigur á Ásvöllum í gær. Keflavík vann leikinn 67-57 en þær gátu þakkað stórkostlegri frammistöðu Danielu Wallen Morillo fyrir það. Daniela Wallen Morillo var með 31 stig, 23 fráköst og 45 framlagsstig í leiknum. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði þrettán stig og var næststigahæst. Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst hjá Haukum með 17 stig en liðið hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð á mót Val og Keflavík. Fjölniskonur höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný en þær unnu alla þrjá leiki sína í haust. Grafarvogsliðið náði að enda taphrinuna með 75-68 sigri á botnliði KR. KR-konur hafa enn ekki unnið leik í deildinni. Ariel Hearn skoraði 30 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Fjölni og Litháinn Lina Pikciuté var með 15 stig og 13 fráköst. Taryn McCutcheon skoraði 24 stig fyrir KR. Helena Sverrisdóttir fór fyrir Valskonum í 80-68 sigri á Snæfelli en Valsliðið lék án hinnar bandarísku Kiana Johnson sem er meidd á öxl. Helena var með 17 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum en Hallveig Jónsdóttir var stigahæst með 21 stig. Blikakonur fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þær unnu bikarmeistara Skallagríms 71-64. Jessica Kay Loera átti sinn besta leik með liðinu í vetur og skoraði 28 stig. Hér fyrir ofan má sjá samantekt Gaupa frá leikjum gærkvöldsins. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Fjögur lið eru með átta stig á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir að sjötta umferðin fór fram í gær. Þessi þrjú lið hafa þó ekki spilað jafnmarga leiki. Keflavík, Fjölnir og Valur eru liðin með átta stiga á toppnum, Keflavík í fjórum leikjum, Valur í fimm leikjum og nýliðar Fjölnis í sex leikjum. Klippa: Gaupi fór yfir umferðina í Dominos-deild kvenna Keflavíkurkonur hafa unnið alla fjóra leiki sína í vetur en þær sóttu sigur á Ásvöllum í gær. Keflavík vann leikinn 67-57 en þær gátu þakkað stórkostlegri frammistöðu Danielu Wallen Morillo fyrir það. Daniela Wallen Morillo var með 31 stig, 23 fráköst og 45 framlagsstig í leiknum. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði þrettán stig og var næststigahæst. Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst hjá Haukum með 17 stig en liðið hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð á mót Val og Keflavík. Fjölniskonur höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný en þær unnu alla þrjá leiki sína í haust. Grafarvogsliðið náði að enda taphrinuna með 75-68 sigri á botnliði KR. KR-konur hafa enn ekki unnið leik í deildinni. Ariel Hearn skoraði 30 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar hjá Fjölni og Litháinn Lina Pikciuté var með 15 stig og 13 fráköst. Taryn McCutcheon skoraði 24 stig fyrir KR. Helena Sverrisdóttir fór fyrir Valskonum í 80-68 sigri á Snæfelli en Valsliðið lék án hinnar bandarísku Kiana Johnson sem er meidd á öxl. Helena var með 17 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum en Hallveig Jónsdóttir var stigahæst með 21 stig. Blikakonur fögnuðu sínum öðrum sigri í röð þegar þær unnu bikarmeistara Skallagríms 71-64. Jessica Kay Loera átti sinn besta leik með liðinu í vetur og skoraði 28 stig. Hér fyrir ofan má sjá samantekt Gaupa frá leikjum gærkvöldsins.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn