Handbolti

Alexander farinn heim frá Egyptalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander Petersson skoraði sjö mörk á HM í Egyptalandi.
Alexander Petersson skoraði sjö mörk á HM í Egyptalandi. EPA/Khaled Elfiqi

Alexander Petersson leikur ekki meira með Íslandi á HM í Egyptalandi. Hann er farinn aftur til Þýskalands af persónulegum ástæðum.

Alexander hélt heim á leið frá Egyptalandi í gær eftir leik Íslands og Sviss. Hann fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks en Ísland tapaði leiknum, 20-18.

Alexander lék fyrstu fjóra leiki Íslands á HM og skoraði í þeim sjö mörk.

Alexander Petersson er farinn til síns heima af persónulegum ástæðum Alexander Petersson hélt af stað heimleiðis eftir...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Thursday, January 21, 2021

Í morgun var greint frá því að Alexander væri búinn að semja við Flensburg, toppliðsins í þýsku úrvalsdeildinni, og gengi í raðir þess eftir HM.

Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 á morgun í öðrum leik sínum í milliriðli III.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×