„Grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 11:31 Foreldrar Jonathan Lancaster yfirgáfu hann við fæðingu. Jonathan Lancaster fæddist 31. ágúst árið 1984. Hann kom í heiminn með mikinn fæðingargalla og segir í ættleiðingarskjölum hans að foreldrar hans hafi fengið sjokk þegar þau sáu hann og náðu aldrei að mynda nein tengsl við hann. Lancaster segir sögu sína í þættinum Minutes With sem birtist reglulega á Facebook. „Foreldrar hans yfirgáfu spítalann 36 klukkustundum eftir að hann fæddist og skyldu barnið eftir,“ segir í ættleiðingarskýrslu Lancaster. „Ég hef gengið í gegnum tímabil í mínu lífi þar sem ég hef verið ótrúlega reiður. Ég fæddist án kinnbeina og það er ástæðan fyrir því af hverju augun á mér líta svona út. Ég fæddist með gölluð eyru og eru þau í raun ekki heil og ég kalla eyrun mín Bart Simpson eyrun,“ segir Jonathan Lancaster. Þegar hann var fimm ára, 18. maí árið 1990 var hann ættleiddur af konu sem heitir Jean. „Hún var ótrúleg og skoraðist aldrei undan að taka erfið samtöl við mig um útlit mitt og blóðforeldra. Hún gaf mér ótrúlegan grunn og ást til að fá að lifa.“ Hann reyndi að hafa samband við blóðforeldra sína þegar hann var 25 ára. „Mér hefur alltaf langað að spyrja þau spurninga og spyrja af hverju þau fóru. Svo þegar mér leið sem verst langaði mig að særa þau eins og mikið og mér hefur liðið illa. Mig langaði að hitta þau og segja þeim að það væri allt í lagi með mig. Við sendum þeim bréf og viku seinna fengum við svar til baka þar sem kom fram að þau vildu ekkert með mig hafa. Ég grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur.“ Hann segist hafa þurft að bera virðingu fyrir þeirra ákvörðun og er samt sem áður þakklátur að það hafi verið þau sem gáfu honum líf. „Ég er hamingjusamur og mér líður vel og ég er heilbrigður og ég vona að þið séuð það líka,“ segir Lancaster og vill koma þeim skilaboðum áfram til blóðforeldra sinna. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á Facebook og hafa milljónir horft. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jonathan í fullri lengd: Bretland Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Foreldrar hans yfirgáfu spítalann 36 klukkustundum eftir að hann fæddist og skyldu barnið eftir,“ segir í ættleiðingarskýrslu Lancaster. „Ég hef gengið í gegnum tímabil í mínu lífi þar sem ég hef verið ótrúlega reiður. Ég fæddist án kinnbeina og það er ástæðan fyrir því af hverju augun á mér líta svona út. Ég fæddist með gölluð eyru og eru þau í raun ekki heil og ég kalla eyrun mín Bart Simpson eyrun,“ segir Jonathan Lancaster. Þegar hann var fimm ára, 18. maí árið 1990 var hann ættleiddur af konu sem heitir Jean. „Hún var ótrúleg og skoraðist aldrei undan að taka erfið samtöl við mig um útlit mitt og blóðforeldra. Hún gaf mér ótrúlegan grunn og ást til að fá að lifa.“ Hann reyndi að hafa samband við blóðforeldra sína þegar hann var 25 ára. „Mér hefur alltaf langað að spyrja þau spurninga og spyrja af hverju þau fóru. Svo þegar mér leið sem verst langaði mig að særa þau eins og mikið og mér hefur liðið illa. Mig langaði að hitta þau og segja þeim að það væri allt í lagi með mig. Við sendum þeim bréf og viku seinna fengum við svar til baka þar sem kom fram að þau vildu ekkert með mig hafa. Ég grét og fann þessa höfnunartilfinningu aftur.“ Hann segist hafa þurft að bera virðingu fyrir þeirra ákvörðun og er samt sem áður þakklátur að það hafi verið þau sem gáfu honum líf. „Ég er hamingjusamur og mér líður vel og ég er heilbrigður og ég vona að þið séuð það líka,“ segir Lancaster og vill koma þeim skilaboðum áfram til blóðforeldra sinna. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á Facebook og hafa milljónir horft. Hér að neðan má sjá viðtalið við Jonathan í fullri lengd:
Bretland Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira