Logi hefði rekið Tomas Svensson Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2021 07:01 Tomas Svensson, til vinstri, og Logi Geirsson, til hægri. Getty/picture alliance/skjáskot/stöð 2 sport Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, hefði rekið Tomas Svensson úr starfi sínu sem aðstoðarmaður og markmannsþjálfari eftir ummæli hans um fjarveru Arons Pálmarssonar. Tomas Svensson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, veitti sænskum blaðamanni og samlanda viðtal og þar talaði hann meðal annars um Aron og meiðsli hans. Svensson hélt því fram að læknar íslenska liðsins hefðu ekki fengið að skoða Aron en það mun ekki vera rétt hjá honum. Sá sænski baðst síðan afsökunar en Aron sagði sjálfur í viðtali að Tomas hafi verið fljótur til og beðist afsökunar. Aron hafi hins vegar spurt hann hvað honum gengi til með ummælunum en Logi Geirsson ræddi við Harmageddon um málið fyrir leikinn gegn Sviss í gær. „Það er búið að vera alls konar í gangi á þessu móti. Mikið af leikmönnum að væla um hitt og þetta, aðbúnað og mikið væll í kringum þetta heilt yfir. Svo alls konar fréttir eins og á Vísi með Aron og Tomas Svensson,“ sagði Logi. „Við erum með Thomas Svensson sem markmannsþjálfara en ég væri hins vegar búinn að reka hann, ef ég væri þjálfari liðsins. Hann mætir þarna í viðtal á einhverjum Zoom-fundi og sakar Aron, HSÍ og Brynjólf (lækni landsliðsins) um að eitthvað gruggugt sé í gangi.“ „Hann talar um möguleika á því að Aron sé ekki með því við eigum ekki möguleika á verðlaunum og talar um að það sé mögulega samningur við Barcelona. Þetta er bara rugl. Aron er bara að glíma við alvarleg meiðsli. Það var bara talið skynsamlegt að hann væri ekkert að spila.“ Logi segir að læknar landsliðsins hafi verið með í ákvörðuninni og að hann hefði skipt Tomasi út. Hann og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari séu þó ekki einn og sami maðurinn og því öðruvísi hugsunarháttur hjá þeim. „Læknir Íslands voru meðvitaðir um allt ferlið. Með öll sjúkragögn undir höndum. Það vita allir að Aron vildi vera með á stórmóti. Hann er okkar lang besti maður. Svo mér finnst þetta klaufaleg samskipti. Það er talað um misskilning. Mér finnst þetta bara trufla liðið. Hann á bara að vera markmannsþjálfari.“ „Hann er búinn að vera þarna í nokkur ár og ég sé ekki að það sé búið að skila mjög miklu. Ég hefði nýtt tækifærið og skipt honum út en ég er sem betur fer ekki þjálfari. Ég og Gummi erum ekki eins og ekki með eins skoðanir. Ég hefði klárlega gert þetta. Það eru tvær vikur frá því að það kom tilkynning að leikmaðurinn væri ekki með. Að tala um þetta núna og allar mest lesnu fréttirnar á Íslandi eru um þetta. Hann baðst afsökunar en það hefði ekki verið nóg fyrir mig en ég er sem betur fer ekki þjálfari,“ sagði Logi léttur. Umræðuna má heyra eftir rúmlega 4:30 mínútur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31 Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Ekkert gruggugt í gangi“ „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 16:47 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Tomas Svensson, markmannsþjálfari íslenska liðsins, veitti sænskum blaðamanni og samlanda viðtal og þar talaði hann meðal annars um Aron og meiðsli hans. Svensson hélt því fram að læknar íslenska liðsins hefðu ekki fengið að skoða Aron en það mun ekki vera rétt hjá honum. Sá sænski baðst síðan afsökunar en Aron sagði sjálfur í viðtali að Tomas hafi verið fljótur til og beðist afsökunar. Aron hafi hins vegar spurt hann hvað honum gengi til með ummælunum en Logi Geirsson ræddi við Harmageddon um málið fyrir leikinn gegn Sviss í gær. „Það er búið að vera alls konar í gangi á þessu móti. Mikið af leikmönnum að væla um hitt og þetta, aðbúnað og mikið væll í kringum þetta heilt yfir. Svo alls konar fréttir eins og á Vísi með Aron og Tomas Svensson,“ sagði Logi. „Við erum með Thomas Svensson sem markmannsþjálfara en ég væri hins vegar búinn að reka hann, ef ég væri þjálfari liðsins. Hann mætir þarna í viðtal á einhverjum Zoom-fundi og sakar Aron, HSÍ og Brynjólf (lækni landsliðsins) um að eitthvað gruggugt sé í gangi.“ „Hann talar um möguleika á því að Aron sé ekki með því við eigum ekki möguleika á verðlaunum og talar um að það sé mögulega samningur við Barcelona. Þetta er bara rugl. Aron er bara að glíma við alvarleg meiðsli. Það var bara talið skynsamlegt að hann væri ekkert að spila.“ Logi segir að læknar landsliðsins hafi verið með í ákvörðuninni og að hann hefði skipt Tomasi út. Hann og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari séu þó ekki einn og sami maðurinn og því öðruvísi hugsunarháttur hjá þeim. „Læknir Íslands voru meðvitaðir um allt ferlið. Með öll sjúkragögn undir höndum. Það vita allir að Aron vildi vera með á stórmóti. Hann er okkar lang besti maður. Svo mér finnst þetta klaufaleg samskipti. Það er talað um misskilning. Mér finnst þetta bara trufla liðið. Hann á bara að vera markmannsþjálfari.“ „Hann er búinn að vera þarna í nokkur ár og ég sé ekki að það sé búið að skila mjög miklu. Ég hefði nýtt tækifærið og skipt honum út en ég er sem betur fer ekki þjálfari. Ég og Gummi erum ekki eins og ekki með eins skoðanir. Ég hefði klárlega gert þetta. Það eru tvær vikur frá því að það kom tilkynning að leikmaðurinn væri ekki með. Að tala um þetta núna og allar mest lesnu fréttirnar á Íslandi eru um þetta. Hann baðst afsökunar en það hefði ekki verið nóg fyrir mig en ég er sem betur fer ekki þjálfari,“ sagði Logi léttur. Umræðuna má heyra eftir rúmlega 4:30 mínútur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31 Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Ekkert gruggugt í gangi“ „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 16:47 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
„Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. 20. janúar 2021 12:31
Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01
„Ekkert gruggugt í gangi“ „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 16:47
„Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30