Körfubolti

KR-ingar búnir að finna stóran mann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brandon Nazione í leik með Eastern Michigan háskólanum.
Brandon Nazione í leik með Eastern Michigan háskólanum. getty/Duane Burleson

Íslandsmeistarar KR hafa samið við Brandon Nazione um að leika með liðinu út tímabilið.

Nazione er 26 ára Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf. Hann er 2,03 metrar á hæð og á að styrkja KR-inga í baráttunni undir körfunni.

Nazione hefur leikið sem atvinnumaður undanfarin fimm ár, eða síðan hann útskrifaðist úr Eastern Michigan háskólanum 2016.

Hann spilaði síðast með Sporting í Portúgal en hefur einnig leikið í Þýskalandi, Argentínu og Úrúgvæ á atvinnumannaferlinum.

Næsti leikur KR er gegn Hetti annað kvöld. KR-ingar eru með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í Domino's deild karla. Þeir sigruðu Valsmenn, 71-80, í síðasta leik sínum.


Tengdar fréttir

Darri fær topp einkunn fyrir nýjan leikstíl KR

Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gáfu Darra Frey Atlasyni, þjálfara KR, hæstu einkunn fyrir upplegg hans í sigrinum á Val í Domino's deild karla í gær.

Darri Freyr: Þetta var per­sónu­legra en aðrir leikir

„Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla.

Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum

KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×