Brennd af ferðamönnum sem flökkuðu um landið í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 13:52 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef til vill þurfi að hnykkja betur á því að farþegar hafi heimild til að gista nálægt landamærastöð áður en haldið er heim í sóttkví. Hann segir ábendingu ísfirsks læknis, sem gagnrýndi fyrirkomulagið í gær, réttmæta. Þó beri að nefna að starfsfólk á landamærum sé svolítið brennt af ferðamönnum sem flakkað hafa um landið í sóttkví eftir komu til landsins. Jóhann Sigurjónsson læknir á Ísafirði kom því á framfæri í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að sér þætti ótækt að halda því að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja ætti áherslu á að fólk gæti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“, oft við erfið skilyrði. Jóhann birti vangaveltur sínar í kjölfar banaslyss sem varð í Skötufirði á laugardag. Kona á þrítugsaldri lést þegar bíll sem hún var í ásamt manni sínum og barni hafnaði úti í sjó. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki; kom frá Póllandi seint um nóttina og hélt heim til Flateyrar strax í kjölfarið. Þurfa ef til vill að hnykkja á möguleikanum Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ábendinguna réttmæta og að hún sé til skoðunar hjá almannavörnum. Hann bendir þó á að hugsað hafi verið fyrir undanþágu í leiðbeiningum almannavarna, sem heimila ferðalöngum í sóttkví að gista nálægt landamærastöð ef brýna nauðsyn beri til. „Og það á alltaf við þessi almenna regla ökumanna, alveg burtséð frá þessu, að ef fólk finnur fyrir þreytu á að leggja úti í kanti og hvíla sig eða bíða með að fara af stað eða þess háttar. En þetta hefur alltaf verið til staðar þessi heimild og við þurfum kannski að hnykkja á því við þá sem spurðir eru álits og leiðbeininga [á Keflavíkurflugvelli] að benda á þennan möguleika,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi. „Þessi heimild er til staðar en það er kannski túlkunaratriði hvað fólk metur sem brýna nauðsyn. En hún er alveg klár ef það er þreyta, flugþreyta eða veður og færð að trufla. Það var í rauninni það sem við höfðum í huga á sínum tíma þegar þetta var gert, því við búum á Íslandi þar sem er allra veðra von og maður þarf að vera stundum sveigjanlegur í plönum.“ Ferðamenn svo gott sem í hringferð í sóttkvínni Gagnrýni Jóhanns sneri einkum að því að þrátt fyrir að reglur gerðu ráð fyrir umræddri undantekningu virtust landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli ekki umburðarlyndir fyrir slíku. Jóhann vísaði til eigin reynslu í þeim efnum. „[Ég] bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir,“ sagði Jóhann í færslu sinni. Farþegar nýkomnir gegnum landamærin á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm Rögnvaldur bendir á í því samhengi að starfsfólk á landamærunum sé brennt af reynslu sinni af ferðamönnum, sem ekki hafi virt reglur um sóttkví. „En þau eru væntanlega svolítið brennd af því að það bar á því fyrst þegar við settum þessar reglur að fólk túlkaði þær þannig, sérstaklega ferðamenn, að það gæti komið til landsins og ferðast í sóttkvínni. Það voru brögð að því. Við vorum að hafa afskipti af fólki sem kom til landsins og fór síðan bara á milli hótela og var í rauninni bara í hringferð um landið. Og var líka í „sight-seeing“ og að fara á ferðamannastaði yfir daginn. Við höfum alveg dæmi um það og það er náttúrulega alls ekki það sem við ætlumst til.“ En verður þessu haldið betur að fólki, að það skuli hvíla sig ef það á langt ferðalag fyrir höndum? „Þetta er allt í höndum hvers og eins. Og maður veit að fyrir marga skipta peningar máli í þessu eins og öllu öðru. Það gildir bara nú eins og alltaf, að fólk á ekki að vera í umferðinni ef það treysti sér ekki til. Og það breytist ekkert þó að við séum í Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18. janúar 2021 20:46 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Jóhann Sigurjónsson læknir á Ísafirði kom því á framfæri í færslu á Facebook-síðu sinni í gær að sér þætti ótækt að halda því að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja ætti áherslu á að fólk gæti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“, oft við erfið skilyrði. Jóhann birti vangaveltur sínar í kjölfar banaslyss sem varð í Skötufirði á laugardag. Kona á þrítugsaldri lést þegar bíll sem hún var í ásamt manni sínum og barni hafnaði úti í sjó. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki; kom frá Póllandi seint um nóttina og hélt heim til Flateyrar strax í kjölfarið. Þurfa ef til vill að hnykkja á möguleikanum Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir ábendinguna réttmæta og að hún sé til skoðunar hjá almannavörnum. Hann bendir þó á að hugsað hafi verið fyrir undanþágu í leiðbeiningum almannavarna, sem heimila ferðalöngum í sóttkví að gista nálægt landamærastöð ef brýna nauðsyn beri til. „Og það á alltaf við þessi almenna regla ökumanna, alveg burtséð frá þessu, að ef fólk finnur fyrir þreytu á að leggja úti í kanti og hvíla sig eða bíða með að fara af stað eða þess háttar. En þetta hefur alltaf verið til staðar þessi heimild og við þurfum kannski að hnykkja á því við þá sem spurðir eru álits og leiðbeininga [á Keflavíkurflugvelli] að benda á þennan möguleika,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi. „Þessi heimild er til staðar en það er kannski túlkunaratriði hvað fólk metur sem brýna nauðsyn. En hún er alveg klár ef það er þreyta, flugþreyta eða veður og færð að trufla. Það var í rauninni það sem við höfðum í huga á sínum tíma þegar þetta var gert, því við búum á Íslandi þar sem er allra veðra von og maður þarf að vera stundum sveigjanlegur í plönum.“ Ferðamenn svo gott sem í hringferð í sóttkvínni Gagnrýni Jóhanns sneri einkum að því að þrátt fyrir að reglur gerðu ráð fyrir umræddri undantekningu virtust landamæraverðir á Keflavíkurflugvelli ekki umburðarlyndir fyrir slíku. Jóhann vísaði til eigin reynslu í þeim efnum. „[Ég] bar fyrir mig umferðaröryggi og spurði líka hvernig væri ef veður væri vont og færð á vegum slæm. Mér var tjáð skýrt og afdráttarlaust að veður og færð á vegum teldist ekki nauðsynleg ástæða til að tefja för, nema ef vegir væru beinlínis lokaðir,“ sagði Jóhann í færslu sinni. Farþegar nýkomnir gegnum landamærin á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelm Rögnvaldur bendir á í því samhengi að starfsfólk á landamærunum sé brennt af reynslu sinni af ferðamönnum, sem ekki hafi virt reglur um sóttkví. „En þau eru væntanlega svolítið brennd af því að það bar á því fyrst þegar við settum þessar reglur að fólk túlkaði þær þannig, sérstaklega ferðamenn, að það gæti komið til landsins og ferðast í sóttkvínni. Það voru brögð að því. Við vorum að hafa afskipti af fólki sem kom til landsins og fór síðan bara á milli hótela og var í rauninni bara í hringferð um landið. Og var líka í „sight-seeing“ og að fara á ferðamannastaði yfir daginn. Við höfum alveg dæmi um það og það er náttúrulega alls ekki það sem við ætlumst til.“ En verður þessu haldið betur að fólki, að það skuli hvíla sig ef það á langt ferðalag fyrir höndum? „Þetta er allt í höndum hvers og eins. Og maður veit að fyrir marga skipta peningar máli í þessu eins og öllu öðru. Það gildir bara nú eins og alltaf, að fólk á ekki að vera í umferðinni ef það treysti sér ekki til. Og það breytist ekkert þó að við séum í Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30 Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18. janúar 2021 20:46 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. 16. janúar 2021 12:30
Ráðast í endurbætur á símasambandi á slysstað í næstu viku Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir það sjaldgæft að fólk nái ekki sambandi í neyð vegna slæms símasambands og að þeim stöðum fari mjög fækkandi. Til stendur að ráðast í endurbætur á símasambandi í Skötufirði í næstu viku þar sem banaslys átti sér stað á laugardag. 18. janúar 2021 20:46