Körfubolti

Darri Freyr: Þetta var per­sónu­legra en aðrir leikir

Andri Már Eggertsson skrifar
Darri Freyr tók við stjórnartaumunum í sumar.
Darri Freyr tók við stjórnartaumunum í sumar. vísir/vilhelm

„Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla.

Margir fyrrum KR-ingar leika nú með Val og þjálfarinn er KR-ingurinn Finnur Freyr Stefánsson svo sigurinn var þýðingarmikill að mati Darra.

KR er ekki með hávaxið lið og hefur bakvarðar bolti Darra fengið athygli þar sem þeir spila með marga bakverði inn á vellinum hverju sinni.

„Planið er ekki að vera með svona lítið lið alltaf en þetta er staðan sem við erum í þar sem við tókum ákvörðun að bíða með að taka erlenda leikmenn fyrr en við vissum fyrir víst að deildin yrði spiluð. Við ætlum að styrkja okkur en það gefur okkur mikið frelsi að sjá að við getum unnið með þetta lið og þurfum við að vanda valið vel.”

„Við erum með góða skotmenn og eru allir með grænt ljós þegar skotið er opið. Það eru allir tilbúnir að deila boltanum í liðinu og finna næsta mann sem er jákvætt, við erum með marga aðila sem geta bæði skotið og dreift boltanum gerir okkur góða sóknarmenn,” sagði Darri aðspurður hvort uppleggið í þriðja leikhluta væri bara að skjóta þristum.

Matthías Orri átti erfitt uppdráttar á vítalínunni sem þjálfari hans hafði þó ekki áhyggjur af og hrósaði honum fyrir góðan leik og mikla leiðtoga hæfileika.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×