Hjásvæfa Tigers stígur fram: „Vildu að ég myndi fá HIV og deyja“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. janúar 2021 07:01 Tiger á Mastersmótinu 2020, ellefu árum eftir að hafa boðið Rachel Uchitel á mótið. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Í gær birtist síðari hlutinn af myndinni um Tiger Woods. Myndin ber einfaldlega nafnið Tiger Woods og er þar bæði fjallað um líf Tigers á golfvellinum og einnig utan hans þar sem mikið gekk á. Í seinni hlutanum var farið yfir árin eftir að heimur Tiger Woods hrundi þegar upp komst um annað líf hans á bak við tjöldin. Þar er fjallað um skilnaðinn, bakmeiðslin og svo endurkomu hans á Mastersmótinu 2019. Ein þeirra sem var til viðtals var Rachel Uchitel, hjásvæfa Tigers til nokkurs tíma. „Síðustu tíu ár hef ég ekki talað um þetta og haldið þessu leyndu en nú hef ég ekki lengur neinu að tapa,“ sagði Rachel Uchitel í myndinni. Hún kynntist kylfingnum á skemmtistað í New York þar sem Rachel vann sem stjórnandi. Hún hafi sest að spjalli við hann og heyrt frá honum skömmu síðar á ný. Tiger Woods mistress Rachel reveals they planned 30-minute phone call convincing ex-wife Elin cheating scandal was fake https://t.co/EWJNLyDiKY— The Sun Showbiz (@TheSunShowbiz) January 18, 2021 „Þetta var ógnvekjandi. Þetta var jú Tiger Woods. Ég vissi að hann væri giftur og var með kvaðir en hann skrifaði skömmu síðar: Fljúgðu til Orlando og við hittumst þar. Þá stunduðum við kynlíf í fyrsta skipti. Ég man að ég hugsaði hvernig gat ég gert þetta. Fólk mun hengja hann fyrir þetta og hér lá hann í í mínu rúmi. Hann var minn Tiger.“ Þegar Tiger spilaði á Masters meistaramótinu í Ástralíu árið 2009 hafði hann boðið Rachel Uchitel á mótið. National Enquierer fjallaði um málið - og þrátt fyrir að Tiger og Rachel hefðu neitað þá kom það ekki í veg fyrir fréttirnar. „Við gerðum allt til þess að stöðva söguna. Við hótuðum þeim og neituðum öllu en við gátum ekki stöðvað að þetta myndi koma fram,“ sagði Rachel. Á Þakkargjörðarhátíðinni sama ár þá dró til tíðinda. Tiger skrifaði til Rachels að hann ætlaði að taka svefntöflu og fara að sofa. Skömmu síðar hringdi sími Uchitels með númeri Tigers. „Ég svaraði og sagði að ég hélt að hann ætlaði að fara sofa. Í stað þess að þetta var Tiger þá var þetta Elin. Hún sagði: Ég vissi að þetta værir þú,“ en þar á hún við Elin Nordegren. Tiger og sú sænska voru gift frá 2004 til ársins 2010. “He’s moved on, he got to win a bunch of things. He got to have a come back, let me have a come back. Let me be my own person, let me have another story” - Rachel Uchitel 📺 @NECN #RealiTeaWithDerekZ @RachelUchitel #tigerwoods pic.twitter.com/fuLsdTEmUE— Derek Zagami (@derekzagami) January 13, 2021 Eftir þetta voru tæplega fimmtíu blaðamenn og ljósmyndarar sem biðu eftir Rachel hvern einasta dag. Hún fékk mörg óhugnanleg skilaboð. „Þeir sögðu að ég væri hórkona og hóra. Þeir sögðu: Ég vona að þú fáir HIV og deyir. Ég biðst afsökunar að hann hafi verið giftur og að ég hafi gert þessi mistök en þeir réðust á mig og vildu kenna mér um þetta, því hann var giftur maður. Eins og þetta væri bara mér að kenna hvernig hann hagaði sér,“ sagði Rachel. Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Í seinni hlutanum var farið yfir árin eftir að heimur Tiger Woods hrundi þegar upp komst um annað líf hans á bak við tjöldin. Þar er fjallað um skilnaðinn, bakmeiðslin og svo endurkomu hans á Mastersmótinu 2019. Ein þeirra sem var til viðtals var Rachel Uchitel, hjásvæfa Tigers til nokkurs tíma. „Síðustu tíu ár hef ég ekki talað um þetta og haldið þessu leyndu en nú hef ég ekki lengur neinu að tapa,“ sagði Rachel Uchitel í myndinni. Hún kynntist kylfingnum á skemmtistað í New York þar sem Rachel vann sem stjórnandi. Hún hafi sest að spjalli við hann og heyrt frá honum skömmu síðar á ný. Tiger Woods mistress Rachel reveals they planned 30-minute phone call convincing ex-wife Elin cheating scandal was fake https://t.co/EWJNLyDiKY— The Sun Showbiz (@TheSunShowbiz) January 18, 2021 „Þetta var ógnvekjandi. Þetta var jú Tiger Woods. Ég vissi að hann væri giftur og var með kvaðir en hann skrifaði skömmu síðar: Fljúgðu til Orlando og við hittumst þar. Þá stunduðum við kynlíf í fyrsta skipti. Ég man að ég hugsaði hvernig gat ég gert þetta. Fólk mun hengja hann fyrir þetta og hér lá hann í í mínu rúmi. Hann var minn Tiger.“ Þegar Tiger spilaði á Masters meistaramótinu í Ástralíu árið 2009 hafði hann boðið Rachel Uchitel á mótið. National Enquierer fjallaði um málið - og þrátt fyrir að Tiger og Rachel hefðu neitað þá kom það ekki í veg fyrir fréttirnar. „Við gerðum allt til þess að stöðva söguna. Við hótuðum þeim og neituðum öllu en við gátum ekki stöðvað að þetta myndi koma fram,“ sagði Rachel. Á Þakkargjörðarhátíðinni sama ár þá dró til tíðinda. Tiger skrifaði til Rachels að hann ætlaði að taka svefntöflu og fara að sofa. Skömmu síðar hringdi sími Uchitels með númeri Tigers. „Ég svaraði og sagði að ég hélt að hann ætlaði að fara sofa. Í stað þess að þetta var Tiger þá var þetta Elin. Hún sagði: Ég vissi að þetta værir þú,“ en þar á hún við Elin Nordegren. Tiger og sú sænska voru gift frá 2004 til ársins 2010. “He’s moved on, he got to win a bunch of things. He got to have a come back, let me have a come back. Let me be my own person, let me have another story” - Rachel Uchitel 📺 @NECN #RealiTeaWithDerekZ @RachelUchitel #tigerwoods pic.twitter.com/fuLsdTEmUE— Derek Zagami (@derekzagami) January 13, 2021 Eftir þetta voru tæplega fimmtíu blaðamenn og ljósmyndarar sem biðu eftir Rachel hvern einasta dag. Hún fékk mörg óhugnanleg skilaboð. „Þeir sögðu að ég væri hórkona og hóra. Þeir sögðu: Ég vona að þú fáir HIV og deyir. Ég biðst afsökunar að hann hafi verið giftur og að ég hafi gert þessi mistök en þeir réðust á mig og vildu kenna mér um þetta, því hann var giftur maður. Eins og þetta væri bara mér að kenna hvernig hann hagaði sér,“ sagði Rachel.
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira