Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 10:09 Donald Trump, forseti, lætur af embætti á miðvikudaginn. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent