Tom Brady lék sér með strákunum hans Brees eftir leikinn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 13:00 Það fór vel á með þeim Drew Brees og Tom Brady eftir leikinn. AP/Brett Duke Goðsagnirnar Tom Brady og Drew Brees háðu harða baráttu í nótt en það fór samt vel á með þeim eftir leikinn. Tom Brady hafði betur á móti Drew Brees í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt og á meðan Brady er með stefnuna á enn einn titilinn þá er líklegt að þetta hafi verið síðasta leikurinn hjá Drew Brees. Tom Brady og Drew Brees eru báðir á fimmtugsaldri og hafa sett mörg met á tíma sínum í NFL-deildinni. Þeir hafa líka mæst mörgum sinnum á ferlinum þar á meðal þrisvar sinnum á þessari leiktíð. Það vakti athygli margra að sjá til þeirra Tom Brady og Drew Brees út á velli eftir leikinn í nótt. ESPN birti myndband af því eins og sjá má hér fyrir neðan. Tom Brady and Drew Brees catch up after the game pic.twitter.com/Ve5e6T39lN— ESPN (@espn) January 18, 2021 Þarna má sjá Tom Brady leika sér við strákana hans Drew Brees. Drew og Brittany Brees eiga fjögur börn saman. Þrjá stráka sem eru ellefu ára, tíu ára og átta ára og svo sex ára stelpu. Það má sjá þau öll fjögur vera að leika sér með pabba sínum eftir leikinn. Tom Brady kemur þá til þeirra, heilsar Drew Brees og strákunum og er síðan tilbúinn að fara í smá boltaleik með þeim. Ekki leiðinlegt fyrir þá að fá sendingar frá goðsögninni Tom Brady en þeir eru líka góðir vanir enda er pabbi þeirra líka einn sá besti í sögunni. As Tom Brady and Drew Brees hug and say goodbye after a long talk on the field, Brady throws a touchdown pass to Brees son. One walks off to play in the NFC championship, the other stays to play with his kids. pic.twitter.com/wdWDro9YD4— James Palmer (@JamesPalmerTV) January 18, 2021 NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Tom Brady hafði betur á móti Drew Brees í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt og á meðan Brady er með stefnuna á enn einn titilinn þá er líklegt að þetta hafi verið síðasta leikurinn hjá Drew Brees. Tom Brady og Drew Brees eru báðir á fimmtugsaldri og hafa sett mörg met á tíma sínum í NFL-deildinni. Þeir hafa líka mæst mörgum sinnum á ferlinum þar á meðal þrisvar sinnum á þessari leiktíð. Það vakti athygli margra að sjá til þeirra Tom Brady og Drew Brees út á velli eftir leikinn í nótt. ESPN birti myndband af því eins og sjá má hér fyrir neðan. Tom Brady and Drew Brees catch up after the game pic.twitter.com/Ve5e6T39lN— ESPN (@espn) January 18, 2021 Þarna má sjá Tom Brady leika sér við strákana hans Drew Brees. Drew og Brittany Brees eiga fjögur börn saman. Þrjá stráka sem eru ellefu ára, tíu ára og átta ára og svo sex ára stelpu. Það má sjá þau öll fjögur vera að leika sér með pabba sínum eftir leikinn. Tom Brady kemur þá til þeirra, heilsar Drew Brees og strákunum og er síðan tilbúinn að fara í smá boltaleik með þeim. Ekki leiðinlegt fyrir þá að fá sendingar frá goðsögninni Tom Brady en þeir eru líka góðir vanir enda er pabbi þeirra líka einn sá besti í sögunni. As Tom Brady and Drew Brees hug and say goodbye after a long talk on the field, Brady throws a touchdown pass to Brees son. One walks off to play in the NFC championship, the other stays to play with his kids. pic.twitter.com/wdWDro9YD4— James Palmer (@JamesPalmerTV) January 18, 2021
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira