Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 13:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21
Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01