Körfubolti

„Skorari af guðs náð“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
thumbs-1610837202208-00006-c375k
Skjáskot/Stöð 2 Sport

Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi eru heillaðir af nýjasta liðsmanni KR í Dominos deild karla.

Bandaríkjamaðurinn Ty Sabin lék sinn fyrsta leik fyrir Vesturbæjarstórveldið þegar liðið beið lægri hlut fyrir Tindastól í 2.umferð Dominos deildarinnar.

Ty var algjörlega magnaður og fór fyrir sóknarleik KR en hann skoraði 47 stig í þriggja stiga tapi KR-inga, 101-104.

Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru með Kjartani Atla Kjartanssyni í Körfuboltakvöldi þar sem umferðin var gerð upp.

„Þetta er skorari af guðs náð. Þegar maður horfði á leikinn hugsaði maður, hvernig fer hann að þessu? Manni finnst eins og það eigi að vera auðvelt að stöðva hann,“ segir Teitur og Jón Halldór tók við boltanum.

„Sjáið hreyfingarnar. Þetta er svo áreynslulaust.“

Umræðuna í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ty Sabin hjá KR

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×