Gísli Þorgeir: Þetta var ógeðslega gaman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2021 21:33 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar eftir leikinn með samherjum sínum. epa/Khaled Elfiqi Hljóðið var gott í Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir stórsigurinn á Alsír, 24-39, á HM í Egyptalandi í kvöld. „Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
„Þetta var ótrúlega vel útfærður leikur hjá okkur. Það var sama hvort þeir spiluðu 3-3 eða 6-0 vörn. Við vorum með lausnir við öllu. Varnarleikurinn varð svo alltaf betri og betri. Þetta var flottur leikur hjá okkur á alla vegu,“ sagði Gísli við Vísi eftir leikinn. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var svo gott sem fullkominn. Liðið skoraði 22 mörk úr 23 skotum og tapaði boltanum aðeins einu sinni. „Við létum boltann fljóta vel og komum samherjum í betri stöður. Það er það sem handbolti gengur út á, að búa til betri stöður fyrir næsta mann og taka réttu færin sem bjóðast. Mér fannst við gera það ótrúlega vel í leiknum,“ sagði Gísli. „Mér fannst við vera yfirvegaðir og njóta þess að spila, það var ekkert stress. Það má ekki gleyma því að við erum á heimsmeistaramóti og verðum líka að njóta þess að spila handbolta. Mér fannst við gera það og þetta var ógeðslega gaman. Svona á þetta að vera.“ Gísla fannst þó ekki vera annað hugarfar í íslenska liðinu í kvöld en í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. „Hugarfarið var ótrúlega gott. Við vorum allir vel innstilltir fyrir leikinn. Við vissum að við gætum lent í vandræðum með þessi lið. Það á alls ekki að vera sjálfgefið að skora 22 mörk í fyrri hálfleik á HM. Portúgal var til dæmis í stökustu vandræðum með Marokkó framan af fyrr í dag,“ sagði Gísli. „Við komum í árásirnar á fullu og það var ekkert hik á okkur. Ef einhver fór einn á einn var alltaf annar leikmaður mættur fyrir aftan í klippingu. Við hreyfðum okkur vel án bolta og rykkingarnar hjá línumönnunum voru góðar. Flæðið og tempóið var mjög gott.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir „Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32 Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24 Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10 Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Sjá meira
„Stórkostlega útfært og ekki einfalt, ef menn halda það“ „Þetta var frábærlega leikinn leikur hjá okkur, bæði varnarlega og sóknarlega,“ sagði Guðmundur Guðmundsson eftir risasigurinn á Alsír á HM í handbolta í kvöld. 16. janúar 2021 21:32
Fátt skemmtilegra en að spila fyrir landsliðið Björgvin Páll Gústavsson kom inn í mark Íslands og átti fínan leik er Ísland gjörsigraði Alsír á HM í handbolta, lokatölur 39-23. Björgvin Páll varði sextán skot og gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt mark. 16. janúar 2021 21:24
Twitter: Bjarki Már stal senunni gegn Alsír Fyrsti sigur Íslands á HM í handbolta kom í kvöld er liðið lagði Alsír örugglega. Íslenska liðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 22-10. Fór það svo að Ísland vann leikinn með fimmtán marka mun, lokatölur 39-24 Íslandi í vil. 16. janúar 2021 21:10
Leik lokið: Alsír - Ísland 24-39 | Fimmtán marka stórsigur á Alsíringum Ísland vann stórsigur á Alsír, 24-39, í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands á HM og kærkominn eftir tapið fyrir Portúgal, 25-23, á fimmtudaginn. 16. janúar 2021 20:55