Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2021 07:59 Jóhann Björn Skúlason segir aðgerðirnar á landamærum nú eins mildar og þær geti verið miðað við stöðuna í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Baldur Hrafnkell Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. Smitrakningarteymið hefur verið í aðalhlutverki á árinu í kórónuveirufaraldrinum. Teymið er í samskiptum við þá sem greinast smitaðir af kórónuveirunni, rekja ferðir þeirra og tilkynna fólki sem útsett hefur verið smiti að það þurfi að sæta sóttkví. „Það væri skemmtilegt að geta boðið fólki sem vill ekki sýnatöku af einhverjum ástæðum upp á valið. En það er mjög slæmt ef við sjáum einhverja sem fara ekki eftir þessum reglum,“ segir Jóhann Björn. „Þá þarf einhvern veginn að girða fyrir þetta.“ Tvöfalda skimunin með sóttkví í fimm daga á milli hafi reynst einstaklega vel. Fylgjast rosalega vel með breska afbrigðinu Breskt afbrigði kórónuveirunnar nýju, sem talið er enn meira smitandi en það sem truflaði samfélög um allan heim á síðasta ári, fer nú sem eldur í sinu um fjölmörg lönd heimsins. Fram kom í svari almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Mbl.is í gær að 41 einstaklingur hafi greinst með breska afbrigðið hérlendis. 35 við skimun á landamærum en sex innanlands. Jóhann Björn segir þá sem greinst hafa með veiruna hér innanlands tilheyra sömu fjölskyldu. Því sé ekki hægt að segja að breska afbrigðið hafi komist í neina dreifingu. „Við erum að fylgjast rosalega vel með afbrigðinu og þeim sem greinast með það. Við erum að biðla til þeirra að fara sérstaklega varlega í sinni einangrun,“ segir Jóhann Björn. Biðlað sé til þessa fólks að fara sérstaklega varlega í sinni einangrun og upplýsa það vel. Meirihluti í einangrun greindust á landamærum Jóhann Björn segir stöðugar breytingar á rakningarteyminu, nánast daglega. Teymið sé alltaf að læra eitthvað og kerfið taki breytingum. „Við erum á hverjum degi örugglega fjórir í heildina á daginn og fjórir á kvöldinn,“ segir Jóhann Björn. Dagurinn dekkist af þessum átta aðilum. Þá sé reynt að bregðast við ástandspunktum hverju sinni og nefnir hann sem dæmi að þegar brjálað var að gera í smitrakningu en rólegt á landamærum hafi teymið fengið landamæraverði til að aðstoða við úthringingar til fólks sem þyrfti að fara í sóttkví. Á Covid.is kemur fram að 160 eru í einangrun vegna Covid-19 á Íslandi og 229 í sóttkví. Jóhann Björn segir meirihluta þeirra sem eru með Covid-19 hafa greinst á landamærum en það sé ekki afgerandi meirihluti miðað við tölur síðustu tíu daga. Eins mild ráðstöfnun og hægt sé Fólki hefur verið ráðið frá því að sækja sitt nánast fólk á Keflavíkurflugvöll. Fólk eigi að taka leigubíl eða rútuna. Með breytingunum sem taki gildi á morgun sé verið að fyrirbyggja þá áhættu að fólk smiti sína nánustu. „Það er náttúrulega leið til að eitthvað breiðist út,“ segir Jóhann Björn og deilir um leið áhyggjum sínum að fólk telji sig í fínum málum fái það neikvætt úr fyrri sýnatöku úti á Keflavíkurflugvelli. „Það er ástæða fyrir því að þetta eru fimm dagar í sóttkví og svo skimun aftur. Við höfum haft áhyggjur af því að fólk finni til léttis að fá neikvæða útkomu á landamærum og sigurinn unnin,“ segir hann. Bæði þeir og fjölskylda og vinir þurfi að átta sig á því að svo sé ekki. Fleiri en eitt og fleiri en tvö dæmi eru um að fólk fái jákvætt út úr seinni sýnatöku eftir neikvæða útkomu við komuna til landsins. Hann rifjar upp að lengi vel þurftu allir að fara sem komu til landsins að fara í fjórtán daga sóttkví. Fyrirkomulagið núna, með fimm daga sóttkví, sé því mildara. „Ég held að þetta sé eins milt og það getur verið.“ Smitrakningarappið gerir lítið gagn núna Framan af kórónuveirufaraldrinum var lögð mikil áhersla á að landsmenn sæktu svokallað smitrakningarapp í snjallsíma sína. Talið var að það myndi auðvelda smitrakningarteyminu vinnu við að rekja ferðir smitaðra til að hefta útbreiðslu veirunnar og ná sambandi við fólk sem viðkomandi hefði umgengist. Lítið hefur farið fyrir umræðu um appið undanfarið. „Það hefur sitt gildi en einnig sínar takmarkanir. Það er ekkert að nýtast okkur neitt rosalega mikið eins og staðan er í dag. Ef þú greinist getum við séð staðsetningar þínar nokkra daga aftur í tímann. En það bætir kannski ekki miklu við söguna þína og hefur ekki gefið okkur miklar viðbótarupplýsingar.“ Smitrakningarteymið bíði eftir bluetooth-tækni sem sé í þróun sem ætti að geta hjálpað mikið til. „Þá sjáum við hverjir voru útsettir. Eitt og sér segir ekkert svo mikið hvar þú hefur verið í borginni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum. 15. janúar 2021 12:34 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Smitrakningarteymið hefur verið í aðalhlutverki á árinu í kórónuveirufaraldrinum. Teymið er í samskiptum við þá sem greinast smitaðir af kórónuveirunni, rekja ferðir þeirra og tilkynna fólki sem útsett hefur verið smiti að það þurfi að sæta sóttkví. „Það væri skemmtilegt að geta boðið fólki sem vill ekki sýnatöku af einhverjum ástæðum upp á valið. En það er mjög slæmt ef við sjáum einhverja sem fara ekki eftir þessum reglum,“ segir Jóhann Björn. „Þá þarf einhvern veginn að girða fyrir þetta.“ Tvöfalda skimunin með sóttkví í fimm daga á milli hafi reynst einstaklega vel. Fylgjast rosalega vel með breska afbrigðinu Breskt afbrigði kórónuveirunnar nýju, sem talið er enn meira smitandi en það sem truflaði samfélög um allan heim á síðasta ári, fer nú sem eldur í sinu um fjölmörg lönd heimsins. Fram kom í svari almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Mbl.is í gær að 41 einstaklingur hafi greinst með breska afbrigðið hérlendis. 35 við skimun á landamærum en sex innanlands. Jóhann Björn segir þá sem greinst hafa með veiruna hér innanlands tilheyra sömu fjölskyldu. Því sé ekki hægt að segja að breska afbrigðið hafi komist í neina dreifingu. „Við erum að fylgjast rosalega vel með afbrigðinu og þeim sem greinast með það. Við erum að biðla til þeirra að fara sérstaklega varlega í sinni einangrun,“ segir Jóhann Björn. Biðlað sé til þessa fólks að fara sérstaklega varlega í sinni einangrun og upplýsa það vel. Meirihluti í einangrun greindust á landamærum Jóhann Björn segir stöðugar breytingar á rakningarteyminu, nánast daglega. Teymið sé alltaf að læra eitthvað og kerfið taki breytingum. „Við erum á hverjum degi örugglega fjórir í heildina á daginn og fjórir á kvöldinn,“ segir Jóhann Björn. Dagurinn dekkist af þessum átta aðilum. Þá sé reynt að bregðast við ástandspunktum hverju sinni og nefnir hann sem dæmi að þegar brjálað var að gera í smitrakningu en rólegt á landamærum hafi teymið fengið landamæraverði til að aðstoða við úthringingar til fólks sem þyrfti að fara í sóttkví. Á Covid.is kemur fram að 160 eru í einangrun vegna Covid-19 á Íslandi og 229 í sóttkví. Jóhann Björn segir meirihluta þeirra sem eru með Covid-19 hafa greinst á landamærum en það sé ekki afgerandi meirihluti miðað við tölur síðustu tíu daga. Eins mild ráðstöfnun og hægt sé Fólki hefur verið ráðið frá því að sækja sitt nánast fólk á Keflavíkurflugvöll. Fólk eigi að taka leigubíl eða rútuna. Með breytingunum sem taki gildi á morgun sé verið að fyrirbyggja þá áhættu að fólk smiti sína nánustu. „Það er náttúrulega leið til að eitthvað breiðist út,“ segir Jóhann Björn og deilir um leið áhyggjum sínum að fólk telji sig í fínum málum fái það neikvætt úr fyrri sýnatöku úti á Keflavíkurflugvelli. „Það er ástæða fyrir því að þetta eru fimm dagar í sóttkví og svo skimun aftur. Við höfum haft áhyggjur af því að fólk finni til léttis að fá neikvæða útkomu á landamærum og sigurinn unnin,“ segir hann. Bæði þeir og fjölskylda og vinir þurfi að átta sig á því að svo sé ekki. Fleiri en eitt og fleiri en tvö dæmi eru um að fólk fái jákvætt út úr seinni sýnatöku eftir neikvæða útkomu við komuna til landsins. Hann rifjar upp að lengi vel þurftu allir að fara sem komu til landsins að fara í fjórtán daga sóttkví. Fyrirkomulagið núna, með fimm daga sóttkví, sé því mildara. „Ég held að þetta sé eins milt og það getur verið.“ Smitrakningarappið gerir lítið gagn núna Framan af kórónuveirufaraldrinum var lögð mikil áhersla á að landsmenn sæktu svokallað smitrakningarapp í snjallsíma sína. Talið var að það myndi auðvelda smitrakningarteyminu vinnu við að rekja ferðir smitaðra til að hefta útbreiðslu veirunnar og ná sambandi við fólk sem viðkomandi hefði umgengist. Lítið hefur farið fyrir umræðu um appið undanfarið. „Það hefur sitt gildi en einnig sínar takmarkanir. Það er ekkert að nýtast okkur neitt rosalega mikið eins og staðan er í dag. Ef þú greinist getum við séð staðsetningar þínar nokkra daga aftur í tímann. En það bætir kannski ekki miklu við söguna þína og hefur ekki gefið okkur miklar viðbótarupplýsingar.“ Smitrakningarteymið bíði eftir bluetooth-tækni sem sé í þróun sem ætti að geta hjálpað mikið til. „Þá sjáum við hverjir voru útsettir. Eitt og sér segir ekkert svo mikið hvar þú hefur verið í borginni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum. 15. janúar 2021 12:34 Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 15:27
Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00
Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum. 15. janúar 2021 12:34
Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09