Innlent

Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli þar sem umferð hefur verið lítil undanfarið ár.
Frá Keflavíkurflugvelli þar sem umferð hefur verið lítil undanfarið ár. Vísir/Vilhelm

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Þeir sem framvísa slíku vottorði verða undanþegnir opinberum sóttvarnaráðstöfunum á landamærum og er þannig ekki skylt að fara í sýnatöku við landamæri. Ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands sem tekur gildi þann 15. janúar næstkomandi mun gera ráð fyrir þessari breytingu.

Frá og með morgundeginum verður skylda að fara í sýnatöku á landamærum og aðra að loknu fimm daga sóttkví.


Tengdar fréttir

Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku.

Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×