„Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. janúar 2021 11:00 Gísli Arnarson Formaður FÍT segir mikilvægt fyrir teiknara að láta rödd sína heyrast. Vísir/Vilhelm „Ég er bæði spenntur og vongóður fyrir komandi ári. Þó svo að við þurfum að fara hægt af stað þá náum við vonandi að ljúka því með fullum þunga þegar kemur að starfsemi FÍT,“ segir Gísli Arnarson nýr formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara. Gísli er Hafnfirðingur í húð og hár og býr í litlu sætu húsi í gamla bænum í Hafnarfirði ásamt Hafdísi Hilmarsdóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. „Eftir grunnskólagöngu fór ég í Flensborg þar sem áhuginn kviknaði fyrir grafískri hönnun með starfi fyrir nemendafélagi í veggspjalda og blaðaútgáfu.“ Hann fór svo í kjölfarið í nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. „Eftir útskrift vann ég hjá útgáfufélaginu Birtíngi áður en ég hóf störf hjá Brandenburg árið 2014. Hef ég á mínum sjö árum hjá Brandenburg skapað mér reynslu af uppbyggingu vörumerkja- og markaðsstarfi. Hef ég komið að stórum herferðum og unnið með mörgum af stærstu viðskiptavinum Brandenburgar.“ Tengslamyndun innan fagsins Gísli hefur verið í stjórn FÍT síðustu þrjú ár og tók nýlega við sem formaður. Hann hefur haft í nógu að snúast og er nú að leggja loka hönd á undirbúning FÍT keppninnar sem fer fram 18. maí. Þetta er í 20 skipti sem verðlaunin eru haldin. „Þar senda teiknarar inn sín verk og við fáum innsýn í það sem meðlimir okkar hafa verið að skapa á þessum COVID-tímum. Ég tel að árið verði farsælt og í lok árs getum við í stjórn FÍT litið stolt til baka.“ Gísli segir að Félag íslenskra teiknara sé lítið félag sem eigi samt nóg inni. „Markmiðið er að efla félagsmenn og ná þannig fram aukinni samstöðu og auknum gæðum félagsins. Við viljum að teiknarar sækist eftir að tala um sig sem meðlimi FÍT. Einnig nýtum við samfélagsmiðla FÍT og fáum félagsmenn til að kynna sig fyrir öðrum félagsmönnum. Þannig sköpum við tengsl innan fagsins.“ Fram undan er verðlaunahátíð FÍT þar sem verðlaunuðum og viðurkenndum verkum verður fagnað. Fjallað verður ítarlega um verðlaunin hér á Vísi líkt og á síðasta ári. Mikilvægt að láta rödd sína heyrast „Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2001 og því er þetta tuttugasta skiptið sem verðlaunin verða afhent. Í framhaldinu verður verðlaunasýning FÍT opnuð og er hún hluti af HönnunarMars. Við í stjórn FÍT vonumst svo til að geta haldið fleiri smærri viðburði þegar líður á árið.“ Félag íslenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. „Það er mikilvægt fyrir teiknara að vera í félaginu til að láta rödd sína heyrast. Hver félagsmaður FÍT verður sjálfkrafa meðlimur í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, þar sem réttindabarátta hönnuða fer fram. Félagsmenn hafa einnig aðgang að Myndstef, samtökum sem standa vörð um höfundarrétt sjónlista. Síðustu þrjú ár hefur FÍT einnig lagt aukna áherslu á viðburði fyrir félagsmenn, að undanskildu tímabundnu bakslagi í kjölfar heimsfaraldursins. Nýr vefur FÍT hefur verið í þróun meðfram vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Á vormánuðum verður þar kynnt nýtt félagatal þar sem áhersla verður lögð á að hver hönnuður geti sýnt eigin verk og tilgreint sitt sérsvið. Einstaklingar og mögulegir verkkaupar gætu því nýtt sér vefinn við leit á hönnuðum til starfa.“ FÍT verðlaunagripurinnFÍT Veruleg áhrif á félagsmenn Gísli segir að tilgangur og markmið félagsins hafi ekki tekið miklum breytingum síðustu ár. Það sem hafi breyst séu þau tól sem félagið hefur til að sinna markmiðum sínum og tilgangi. „Þar má til dæmis nefna sögur félagsmanna sem nú hefja sitt annað ár á Instagram Story hjá Félagi íslenskra teiknara. Með því náum við að efla samstöðu félagsmanna á lifandi og skemmtilegan hátt.“ Heimsfaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á starfsstéttina. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem FÍT er hluti af, lagði nýverið spurningalista fyrir félagsmenn til þess að kanna stöðuna. „Niðurstöður sýndu að verkefni og tækifæri hönnuða hafa dregist verulega saman. Einnig kom fram að um helmingur þátttakenda hafði misst helming eða allar tekjur sínar vegna heimsfaraldursins. Má því ætla að félagsmenn okkar hafi fundið fyrir verulegum áhrifum.“ Hér er hægt að lesa um könnun Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Keppnin er opin öllum einstaklingum og greiða þeir almennt innsendingargjald. Félagsmenn FÍT njóta þó sérkjara. „Því hvetjum við alla sem ætla að taka þátt til að vera meðlimir í félaginu. Fyrir áhugasama grafíska hönnuði og myndhöfunda er alltaf hægt að senda okkur póst á almennt@teiknarar.is og fá að vita meira um félagið. Einnig er hægt að skrá sig í félagið á vefnum okkar.“ Vísir/Vilhelm Gæðastimpill fyrir hönnuði Opnað var fyrir innsendingar í FÍT keppnina á fimmtudaginn og er hún opin til 8. febrúar. „Við hvetjum alla til að senda inn verk sem voru unnin á liðnu ári og minnum á að félagsmenn FÍT greiða lægri innsendingargjöld. Allar upplýsingar um skil í keppnina er að finna á keppni.teiknarar.is. Þar er hægt að sækja PDF leiðbeiningar um flokkana, leiðbeiningar um skilaferlið og sniðmát til þess að fylla inn.“ Gísli segir að keppnin njóti sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT. „Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi og kemur verkum keppenda og fyrirtækja á framfæri og staðsetur þau í hópi þeirra bestu. Einnig hljóta verðlaunuð og viðurkennd verk þátttökurétt í Evrópuverðlaunum fagfélaga ADC*E (Art Directors Club of Europe) sem FÍT er aðili að.“ Faraldurinn hefur ekki haft teljandi áhrif á keppnina enn sem komið er en tíminn mun leiða í ljós með hvaða hætti verðlaunaafhendingin verður. „Við áttum metár í fyrra hvað innsendingar varðar svo nú er spurning hvort að COVID-19 hafi einhver áhrif á sköpunarkrafta okkar félagsmanna í ár. Ég tel að svo sé ekki, fólk verður bara meira skapandi í svona „ástandi“. Faraldurinn hefur þó vitanlega haft áhrif á undirbúning okkar í stjórninni þar sem við þurfum að reikna með plani B við undirbúning keppninnar.“ HönnunarMars Tíska og hönnun Myndlist Tengdar fréttir „Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Gísli er Hafnfirðingur í húð og hár og býr í litlu sætu húsi í gamla bænum í Hafnarfirði ásamt Hafdísi Hilmarsdóttur eiginkonu sinni og tveimur börnum þeirra. „Eftir grunnskólagöngu fór ég í Flensborg þar sem áhuginn kviknaði fyrir grafískri hönnun með starfi fyrir nemendafélagi í veggspjalda og blaðaútgáfu.“ Hann fór svo í kjölfarið í nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. „Eftir útskrift vann ég hjá útgáfufélaginu Birtíngi áður en ég hóf störf hjá Brandenburg árið 2014. Hef ég á mínum sjö árum hjá Brandenburg skapað mér reynslu af uppbyggingu vörumerkja- og markaðsstarfi. Hef ég komið að stórum herferðum og unnið með mörgum af stærstu viðskiptavinum Brandenburgar.“ Tengslamyndun innan fagsins Gísli hefur verið í stjórn FÍT síðustu þrjú ár og tók nýlega við sem formaður. Hann hefur haft í nógu að snúast og er nú að leggja loka hönd á undirbúning FÍT keppninnar sem fer fram 18. maí. Þetta er í 20 skipti sem verðlaunin eru haldin. „Þar senda teiknarar inn sín verk og við fáum innsýn í það sem meðlimir okkar hafa verið að skapa á þessum COVID-tímum. Ég tel að árið verði farsælt og í lok árs getum við í stjórn FÍT litið stolt til baka.“ Gísli segir að Félag íslenskra teiknara sé lítið félag sem eigi samt nóg inni. „Markmiðið er að efla félagsmenn og ná þannig fram aukinni samstöðu og auknum gæðum félagsins. Við viljum að teiknarar sækist eftir að tala um sig sem meðlimi FÍT. Einnig nýtum við samfélagsmiðla FÍT og fáum félagsmenn til að kynna sig fyrir öðrum félagsmönnum. Þannig sköpum við tengsl innan fagsins.“ Fram undan er verðlaunahátíð FÍT þar sem verðlaunuðum og viðurkenndum verkum verður fagnað. Fjallað verður ítarlega um verðlaunin hér á Vísi líkt og á síðasta ári. Mikilvægt að láta rödd sína heyrast „Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2001 og því er þetta tuttugasta skiptið sem verðlaunin verða afhent. Í framhaldinu verður verðlaunasýning FÍT opnuð og er hún hluti af HönnunarMars. Við í stjórn FÍT vonumst svo til að geta haldið fleiri smærri viðburði þegar líður á árið.“ Félag íslenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. „Það er mikilvægt fyrir teiknara að vera í félaginu til að láta rödd sína heyrast. Hver félagsmaður FÍT verður sjálfkrafa meðlimur í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, þar sem réttindabarátta hönnuða fer fram. Félagsmenn hafa einnig aðgang að Myndstef, samtökum sem standa vörð um höfundarrétt sjónlista. Síðustu þrjú ár hefur FÍT einnig lagt aukna áherslu á viðburði fyrir félagsmenn, að undanskildu tímabundnu bakslagi í kjölfar heimsfaraldursins. Nýr vefur FÍT hefur verið í þróun meðfram vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Á vormánuðum verður þar kynnt nýtt félagatal þar sem áhersla verður lögð á að hver hönnuður geti sýnt eigin verk og tilgreint sitt sérsvið. Einstaklingar og mögulegir verkkaupar gætu því nýtt sér vefinn við leit á hönnuðum til starfa.“ FÍT verðlaunagripurinnFÍT Veruleg áhrif á félagsmenn Gísli segir að tilgangur og markmið félagsins hafi ekki tekið miklum breytingum síðustu ár. Það sem hafi breyst séu þau tól sem félagið hefur til að sinna markmiðum sínum og tilgangi. „Þar má til dæmis nefna sögur félagsmanna sem nú hefja sitt annað ár á Instagram Story hjá Félagi íslenskra teiknara. Með því náum við að efla samstöðu félagsmanna á lifandi og skemmtilegan hátt.“ Heimsfaraldurinn hefur haft töluverð áhrif á starfsstéttina. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem FÍT er hluti af, lagði nýverið spurningalista fyrir félagsmenn til þess að kanna stöðuna. „Niðurstöður sýndu að verkefni og tækifæri hönnuða hafa dregist verulega saman. Einnig kom fram að um helmingur þátttakenda hafði misst helming eða allar tekjur sínar vegna heimsfaraldursins. Má því ætla að félagsmenn okkar hafi fundið fyrir verulegum áhrifum.“ Hér er hægt að lesa um könnun Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Keppnin er opin öllum einstaklingum og greiða þeir almennt innsendingargjald. Félagsmenn FÍT njóta þó sérkjara. „Því hvetjum við alla sem ætla að taka þátt til að vera meðlimir í félaginu. Fyrir áhugasama grafíska hönnuði og myndhöfunda er alltaf hægt að senda okkur póst á almennt@teiknarar.is og fá að vita meira um félagið. Einnig er hægt að skrá sig í félagið á vefnum okkar.“ Vísir/Vilhelm Gæðastimpill fyrir hönnuði Opnað var fyrir innsendingar í FÍT keppnina á fimmtudaginn og er hún opin til 8. febrúar. „Við hvetjum alla til að senda inn verk sem voru unnin á liðnu ári og minnum á að félagsmenn FÍT greiða lægri innsendingargjöld. Allar upplýsingar um skil í keppnina er að finna á keppni.teiknarar.is. Þar er hægt að sækja PDF leiðbeiningar um flokkana, leiðbeiningar um skilaferlið og sniðmát til þess að fylla inn.“ Gísli segir að keppnin njóti sívaxandi vinsælda og virðingar meðal hönnuða og félagsmanna FÍT. „Verðlaunin eru gæðastimpill fyrir grafíska hönnun á Íslandi og kemur verkum keppenda og fyrirtækja á framfæri og staðsetur þau í hópi þeirra bestu. Einnig hljóta verðlaunuð og viðurkennd verk þátttökurétt í Evrópuverðlaunum fagfélaga ADC*E (Art Directors Club of Europe) sem FÍT er aðili að.“ Faraldurinn hefur ekki haft teljandi áhrif á keppnina enn sem komið er en tíminn mun leiða í ljós með hvaða hætti verðlaunaafhendingin verður. „Við áttum metár í fyrra hvað innsendingar varðar svo nú er spurning hvort að COVID-19 hafi einhver áhrif á sköpunarkrafta okkar félagsmanna í ár. Ég tel að svo sé ekki, fólk verður bara meira skapandi í svona „ástandi“. Faraldurinn hefur þó vitanlega haft áhrif á undirbúning okkar í stjórninni þar sem við þurfum að reikna með plani B við undirbúning keppninnar.“
HönnunarMars Tíska og hönnun Myndlist Tengdar fréttir „Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Hver plata stendur ein og sér sem lítið meistaraverk“ Aðalverðlaun FÍT, Félag íslenskra teiknara, í ár hljóta Davíð Arnar Baldursson, Jón Sæmundur Auðarson og Ragnar Þórhallsson fyrir plötuumslög Fever Dream sem gefin var út af hljómsveitinni Of Monsters and Men. 29. maí 2020 09:00