Sá besti á móti bestu vörninni og einvígi ungu og hlaupaglöðu leikstjórnendanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2021 12:30 Aaron Rodgers hefur átt frábært tímabil með Green Bay Packers og liðið er til alls líklegt í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Getty/Quinn Harris Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í kvöld og nú koma bestu liðin inn í úrslitakeppnina eftir að hafa setið hjá um síðustu helgi. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um síðustu helgi en nú er komið af helginni sem er oft kölluð sú besta í boltanum. Þá fara fram undanúrslitin í bæði Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni. Fyrri leikur dagsins er leikur Green Bay Packers og Los Angeles Rams en Packers liðið var með besta árangurinn í Þjóðardeildinni og sat hjá um síðustu helgi. Á sama tíma vann Rams-liðið glæsilegan sigur í Seatttle en liðsmenn Los Angeles Rams hafa verið frekar óútreiknanlegir síðustu vikur. Seinni leikur kvöldsins er uppgjör á milli tveggja af framtíðarstjörnum deildarinnar en stuðningsmenn bæði Baltimore Ravens og Buffalo Bills hafa líka beðið lengi eftir því að lið þeirra gera einhverja hluti í úrslitakeppninni. Aaron Rodgers targeting end zone in last 2 seasons 40 TDs 0 INTs pic.twitter.com/ev7mqIDIB9— PFF Fantasy Football (@PFF_Fantasy) January 15, 2021 Green Bay Packers vann sex síðustu leiki sína fyrir úrslitakeppni og þrettán af sextán leikjum deildarkeppninnar. Leikstjórnandinn Aaron Rodgers og útherjinn Davante Adams hafa spilað frábærlega í allan vetur og Rodgers er mjög líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. It's a scary sight when @AaronDonald97 is fired up! : #LARvsGB -- Saturday 4:35pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/NRwtNnbZFE— NFL (@NFL) January 14, 2021 Það hefur verið mun meira vesen á liði Los Angeles Rams og þá ekki síst leikstjórnendastöðunni. Rams-vörnin er aftur á móti ein sú allra besta í deildinni og á henni fór liðið í gegnum Seattle Seahawks um síðustu helgi og þessi vörn gæti skapað vandræði fyrir sókn Packers mann í kvöld. Baltimore Ravens og Buffalo Bills fögnuðu bæði sannfærandi sigrum um síðustu helgu. Baltimore Ravens hefur verið með frábært lið síðustu ár en tókst loksins að vinna leik í úrslitakeppni og sigur Buffalo Bills var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 25 ár. The Road Less TraveledVolume 2, Chapter 2 pic.twitter.com/jn7zUA3bTW— Baltimore Ravens (@Ravens) January 15, 2021 Leikstjórnendur Baltimore Ravens og Buffalo Bills eiga það sameiginlegt að vera ungir leikmenn sem hafa þegar komið sér í hóp þeirra bestu í deildinni. Þeir eru líka mjög duglegir við að hlaupa sjálfir með boltann upp völlinn; stórir, hraustir og hugrakkir strákar. Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í fyrra en þá klúðraði Ravens liðið fyrsta leik í úrslitakeppninni. Nú eru menn staðráðnir að bæta fyrir það þrátt fyrir ekki alveg eins glæsilega deildarkeppni. Liðið kom samt inn í úrslitakeppninni á góðri siglingu. An AFC showdown between @Lj_era8 and @JoshAllenQB! : #BALvsBUF -- Saturday 8:15pm ET on NBC : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/uGIfLvtyqN— NFL (@NFL) January 14, 2021 Josh Allen hjá Buffalo Bills hefur aftur á móti átt frábært tímabil og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Bills liðið vann 27-24 sigur á Indianapolis Colts um síðustu helgi sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppninni síðan 1995. Allen hefur bætt sendingarnar mikið frá því í fyrra og er orðin einn sá besti í deildinni. Útsending frá leik Green Bay Packers og Los Angeles Rams hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 01.00 hefst síðan útsending frá leik Buffalo Bills og Baltimore Ravens á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um síðustu helgi en nú er komið af helginni sem er oft kölluð sú besta í boltanum. Þá fara fram undanúrslitin í bæði Þjóðardeildinni og Ameríkudeildinni. Fyrri leikur dagsins er leikur Green Bay Packers og Los Angeles Rams en Packers liðið var með besta árangurinn í Þjóðardeildinni og sat hjá um síðustu helgi. Á sama tíma vann Rams-liðið glæsilegan sigur í Seatttle en liðsmenn Los Angeles Rams hafa verið frekar óútreiknanlegir síðustu vikur. Seinni leikur kvöldsins er uppgjör á milli tveggja af framtíðarstjörnum deildarinnar en stuðningsmenn bæði Baltimore Ravens og Buffalo Bills hafa líka beðið lengi eftir því að lið þeirra gera einhverja hluti í úrslitakeppninni. Aaron Rodgers targeting end zone in last 2 seasons 40 TDs 0 INTs pic.twitter.com/ev7mqIDIB9— PFF Fantasy Football (@PFF_Fantasy) January 15, 2021 Green Bay Packers vann sex síðustu leiki sína fyrir úrslitakeppni og þrettán af sextán leikjum deildarkeppninnar. Leikstjórnandinn Aaron Rodgers og útherjinn Davante Adams hafa spilað frábærlega í allan vetur og Rodgers er mjög líklegur til að verða kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. It's a scary sight when @AaronDonald97 is fired up! : #LARvsGB -- Saturday 4:35pm ET on FOX : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/NRwtNnbZFE— NFL (@NFL) January 14, 2021 Það hefur verið mun meira vesen á liði Los Angeles Rams og þá ekki síst leikstjórnendastöðunni. Rams-vörnin er aftur á móti ein sú allra besta í deildinni og á henni fór liðið í gegnum Seattle Seahawks um síðustu helgi og þessi vörn gæti skapað vandræði fyrir sókn Packers mann í kvöld. Baltimore Ravens og Buffalo Bills fögnuðu bæði sannfærandi sigrum um síðustu helgu. Baltimore Ravens hefur verið með frábært lið síðustu ár en tókst loksins að vinna leik í úrslitakeppni og sigur Buffalo Bills var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppni í 25 ár. The Road Less TraveledVolume 2, Chapter 2 pic.twitter.com/jn7zUA3bTW— Baltimore Ravens (@Ravens) January 15, 2021 Leikstjórnendur Baltimore Ravens og Buffalo Bills eiga það sameiginlegt að vera ungir leikmenn sem hafa þegar komið sér í hóp þeirra bestu í deildinni. Þeir eru líka mjög duglegir við að hlaupa sjálfir með boltann upp völlinn; stórir, hraustir og hugrakkir strákar. Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í fyrra en þá klúðraði Ravens liðið fyrsta leik í úrslitakeppninni. Nú eru menn staðráðnir að bæta fyrir það þrátt fyrir ekki alveg eins glæsilega deildarkeppni. Liðið kom samt inn í úrslitakeppninni á góðri siglingu. An AFC showdown between @Lj_era8 and @JoshAllenQB! : #BALvsBUF -- Saturday 8:15pm ET on NBC : NFL app // Yahoo Sports app pic.twitter.com/uGIfLvtyqN— NFL (@NFL) January 14, 2021 Josh Allen hjá Buffalo Bills hefur aftur á móti átt frábært tímabil og er einn af þeim sem koma til greina sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Bills liðið vann 27-24 sigur á Indianapolis Colts um síðustu helgi sem var fyrsti sigur liðsins í úrslitakeppninni síðan 1995. Allen hefur bætt sendingarnar mikið frá því í fyrra og er orðin einn sá besti í deildinni. Útsending frá leik Green Bay Packers og Los Angeles Rams hefst klukkan 21.25 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 01.00 hefst síðan útsending frá leik Buffalo Bills og Baltimore Ravens á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira