Guðmundur Felix hefur gengist undir handaágræðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2021 22:04 Guðmundur Felix er nú kominn úr fimmtán klukkustunda aðgerð. Vísir Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir meira en tuttugu árum síðan, hefur nú fengið nýjar hendur eftir að hann gekkst undir aðgerð í Lyon í Frakklandi í dag. Aðgerðin stóð yfir í nærri 15 klukkustundir. Guðmundur er sá fyrsti sem hefur gengist undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir og er þetta sagt stórt skref í læknavísindum. Guðmundur var aðeins 26 ára gamall þegar hann missti báða handleggi í kjölfar vinnuslyss. Hann starfaði þá sem rafvirki en hafði orðið fyrir raflosti sem kostaði hann báða handleggi. 23 ár eru liðin frá því að hann missti limina. Samkvæmt frétt staðarmiðla í Lyon er ástand Guðmundar stöðugt að því er haft er eftir sjúkrahúsinu og er honum nú haldið sofandi á gjörgæslu. Sjúkrahúsið hefur gefið það út að ekki verði greint frá því hvernig aðgerðin gekk fyrr en í ljós kemur hvernig líkaminn bregðist við ágræðslunni. Hún hafi þó tæknilega gengið vel. Meira en fimmtíu læknar og hjúkrunarfræðingar tóku þátt í aðgerðinni. Hello everyone. Some of you might have already heard the news : After 7 years of living in France, 5 years on waiting...Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Thursday, January 14, 2021 Guðmundur hefur verið búsettur í Lyon frá árinu 2013, tveimur árum eftir að hann sendi inn umsókn um ágræðslu. Guðmundur hefur verið á biðlista í fimm ár. Fáar handaágræðslur hafa verið gerðar, en sú fyrsta var gerð árið 1998 og tíu árum síðar var í fyrsta sinn gerð ágræðsla á báðum handleggjum. Sú ágræðsla var gerð fyrir neðan axlir en Guðmundur er sá fyrsti sem fær ágræðslu á handleggjum fyrir ofan axlir. Heilbrigðismál Vísindi Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Guðmundur er sá fyrsti sem hefur gengist undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir og er þetta sagt stórt skref í læknavísindum. Guðmundur var aðeins 26 ára gamall þegar hann missti báða handleggi í kjölfar vinnuslyss. Hann starfaði þá sem rafvirki en hafði orðið fyrir raflosti sem kostaði hann báða handleggi. 23 ár eru liðin frá því að hann missti limina. Samkvæmt frétt staðarmiðla í Lyon er ástand Guðmundar stöðugt að því er haft er eftir sjúkrahúsinu og er honum nú haldið sofandi á gjörgæslu. Sjúkrahúsið hefur gefið það út að ekki verði greint frá því hvernig aðgerðin gekk fyrr en í ljós kemur hvernig líkaminn bregðist við ágræðslunni. Hún hafi þó tæknilega gengið vel. Meira en fimmtíu læknar og hjúkrunarfræðingar tóku þátt í aðgerðinni. Hello everyone. Some of you might have already heard the news : After 7 years of living in France, 5 years on waiting...Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Thursday, January 14, 2021 Guðmundur hefur verið búsettur í Lyon frá árinu 2013, tveimur árum eftir að hann sendi inn umsókn um ágræðslu. Guðmundur hefur verið á biðlista í fimm ár. Fáar handaágræðslur hafa verið gerðar, en sú fyrsta var gerð árið 1998 og tíu árum síðar var í fyrsta sinn gerð ágræðsla á báðum handleggjum. Sú ágræðsla var gerð fyrir neðan axlir en Guðmundur er sá fyrsti sem fær ágræðslu á handleggjum fyrir ofan axlir.
Heilbrigðismál Vísindi Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira