„Var gamall og reynslumikill leikmaður en núna er ég ungur, óreyndur og vitlaus þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2021 09:00 Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið vel af stað á þjálfaraferlinum. vísir/sigurjón Guðjón Valur Sigurðsson nýtur sín vel í þjálfarahlutverkinu en segir að hann eigi enn margt eftir ólært á þeim vettvangi. Guðjón Valur lagði skóna á hilluna síðasta vor og tók í kjölfarið við þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Hann þekkti vel til þar á bæ eftir að hafa leikið með liðinu á árunum 2005-08. „Ég er eiginlega enn að venjast hlutverkinu. Strax í sumar þegar við vorum að spila æfingaleiki og það voru læti og hasar sagði ég við liðið mitt að ég öfundaði þá að því að vera að spila. Þetta venst ágætlega en þetta eru fullt af nýjum hlutum og veggjum sem maður rekur sig á,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Guðjón Valur Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segir að leiðin yfir í þjálfun sé krefjandi en jafnframt skemmtileg. „Það er ekkert auðvelt. Ég var gamall og reynslumikill leikmaður en núna er ég ungur, óreyndur og vitlaus þjálfari,“ sagði Guðjón Valur og hló. „Erfitt og ekki erfitt, þetta var meðvituð ákvörðun hjá mér. Það neyddi mig enginn í þetta. Þetta var eitthvað sem ég hafði áhuga á og vildi gera. Ég vissi það fyrirfram að það væri hellingur sem ég þyrfti að bæta mig í.“ Leikmennirnir báru virðingu fyrir mér Guðjón Valur segir að staða sín sem leikmaður hafi hjálpað sér á fyrstu skrefunum á þjálfarabrautinni. „Það sem hjálpar kannski er hver ég er og hvar ég hef spilað. Leikmenn, sem þekktu mig ekki, báru virðingu fyrir mér einfaldlega því þeir höfðu séð mig spila. En þegar maður vinnur með mönnum á hverjum degi þarf maður sýna að maður sé traustsins verður og hafi eitthvað fram að færa,“ sagði Guðjón Valur. Má ekki mikið út af bregða Gummerbach hefur leikið vel það sem af er tímabili og er á toppnum í þýsku B-deildinni. „Það hefur gengið ágætlega hingað til en maður finnur að það þá lítið út af bregða í þessari deild. Það mega ekki margir leikmenn hjá okkur meiðast, þá erum við varla miðlungslið í deildinni,“ sagði Guðjón Valur. „Ég er mjög glaður hvernig leikmennirnir æfa og taka á því. Þetta hefur verið gaman.“ Guðjón Valur viðurkennir að hann hafi gert fullt af mistökum á þessu fyrsta tímabili sínu sem þjálfari. „Maður hleypur á marga veggi og ég geri mistök. Þegar ég horfi aftur á leiki hugsa ég af hverju ég gerði ekki þetta og hitt þarna. Svo skrifar maður stundum áætlun fyrir leiki og af sex til sjö punktum sem ég fer með inn í leiki er metið kannski að ná tveimur. Ég þarf að bæta mig mikið í því en þetta er gaman, ný vinna og mikil áskorun.“ Ekki raunhæft að halda sér uppi Guðjón Valur segir að eins og staðan er í dag sé Gummersbach ekki með lið sem getur haldið sér í þýsku úrvalsdeildinni, komist liðið þangað á annað borð. „Nei, ekki í augnablikinu. Ég myndi halda að það væri óraunhæft. Ef við færum upp með þetta lið held ég að ég lifi ekki af hálft ár í starfi í viðbót. En við vitum ekki í hvaða deild við spilum. Við þurfum að plana fyrir tvær deildir. Ef okkur tekst að fara upp yrði gríðarlega erfitt að halda sæti sínu þótt það væri klárlega markmiðið,“ sagði Guðjón Valur. Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Guðjón Valur lagði skóna á hilluna síðasta vor og tók í kjölfarið við þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Hann þekkti vel til þar á bæ eftir að hafa leikið með liðinu á árunum 2005-08. „Ég er eiginlega enn að venjast hlutverkinu. Strax í sumar þegar við vorum að spila æfingaleiki og það voru læti og hasar sagði ég við liðið mitt að ég öfundaði þá að því að vera að spila. Þetta venst ágætlega en þetta eru fullt af nýjum hlutum og veggjum sem maður rekur sig á,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn - Viðtal við Guðjón Valur Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segir að leiðin yfir í þjálfun sé krefjandi en jafnframt skemmtileg. „Það er ekkert auðvelt. Ég var gamall og reynslumikill leikmaður en núna er ég ungur, óreyndur og vitlaus þjálfari,“ sagði Guðjón Valur og hló. „Erfitt og ekki erfitt, þetta var meðvituð ákvörðun hjá mér. Það neyddi mig enginn í þetta. Þetta var eitthvað sem ég hafði áhuga á og vildi gera. Ég vissi það fyrirfram að það væri hellingur sem ég þyrfti að bæta mig í.“ Leikmennirnir báru virðingu fyrir mér Guðjón Valur segir að staða sín sem leikmaður hafi hjálpað sér á fyrstu skrefunum á þjálfarabrautinni. „Það sem hjálpar kannski er hver ég er og hvar ég hef spilað. Leikmenn, sem þekktu mig ekki, báru virðingu fyrir mér einfaldlega því þeir höfðu séð mig spila. En þegar maður vinnur með mönnum á hverjum degi þarf maður sýna að maður sé traustsins verður og hafi eitthvað fram að færa,“ sagði Guðjón Valur. Má ekki mikið út af bregða Gummerbach hefur leikið vel það sem af er tímabili og er á toppnum í þýsku B-deildinni. „Það hefur gengið ágætlega hingað til en maður finnur að það þá lítið út af bregða í þessari deild. Það mega ekki margir leikmenn hjá okkur meiðast, þá erum við varla miðlungslið í deildinni,“ sagði Guðjón Valur. „Ég er mjög glaður hvernig leikmennirnir æfa og taka á því. Þetta hefur verið gaman.“ Guðjón Valur viðurkennir að hann hafi gert fullt af mistökum á þessu fyrsta tímabili sínu sem þjálfari. „Maður hleypur á marga veggi og ég geri mistök. Þegar ég horfi aftur á leiki hugsa ég af hverju ég gerði ekki þetta og hitt þarna. Svo skrifar maður stundum áætlun fyrir leiki og af sex til sjö punktum sem ég fer með inn í leiki er metið kannski að ná tveimur. Ég þarf að bæta mig mikið í því en þetta er gaman, ný vinna og mikil áskorun.“ Ekki raunhæft að halda sér uppi Guðjón Valur segir að eins og staðan er í dag sé Gummersbach ekki með lið sem getur haldið sér í þýsku úrvalsdeildinni, komist liðið þangað á annað borð. „Nei, ekki í augnablikinu. Ég myndi halda að það væri óraunhæft. Ef við færum upp með þetta lið held ég að ég lifi ekki af hálft ár í starfi í viðbót. En við vitum ekki í hvaða deild við spilum. Við þurfum að plana fyrir tvær deildir. Ef okkur tekst að fara upp yrði gríðarlega erfitt að halda sæti sínu þótt það væri klárlega markmiðið,“ sagði Guðjón Valur.
Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira