Sakar Jürgen Klopp um hræsni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 09:31 Jürgen Klopp er ekki sáttur með dómgæsluna í leikjum Liverpool að undanförnu. Getty/Owen Humphreys Gamli dómarinn Mark Clattenburg var ekki hrifinn af orðum knattspyrnustjóra Liverpool á dögunum. Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Mark Clattenburg skrifar reglulega dómarapistla í Daily Mail og að þessu sinni tók hann fyrir Jürgen Klopp og orð hans á dögunum. Klopp gagnrýndi þá dómgæslu í leikjum Liverpool. Klopp var óánægður með það að Liverpool liðið væri ekki að fá víti og nefndi sem dæmi hversu margar vítaspyrnur Manchester United liðið er búið að fá á síðustu misserum. „Jürgen Klopp hlýtur að vera orðinn áhyggjufullur því orð hans í síðustu viku um Manchester United og vítaspyrnur eru beint úr taktíkbók Sir Alex Ferguson,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum. "He sounds like a hypocrite if he is suggesting United's players are looking to win penalties. The likes of Mo Salah and Mane are just as capable of employing similar tactics" https://t.co/D1mVYo9WL9— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Þetta var sálfræðistríð og tilraun til að hafa áhrif á Paul Tierney dómara. Hann var að reyna að komast inn í hausinn á honum fyrir þennan risaleik Liverpool og United á sunnudaginn,“ skrifaði Clattenburg. „Klopp hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að United liðið hafi fengið fleiri víti undanfarin tvö ár en Liverpool hafði fengið á fimm og hálfu ári hans hjá félaginu. Hann var klókur því þessi ummæli koma honum ekki í nein vandræði hjá yfirvöldum deildarinnar,“ skrifaði Clattenburg. „En höfum eitt á hreinu. Það er ekkert samsæri í gangi hjá dómurum eða starfsmönnum. Var Klopp að gefa slíkt í skyn? Eða var hann að ýja að því að United sé að hvetja sína leikmenn til að dýfa sér? Ef svarið er þetta fyrra þá hef ég engan tíma fyrir slíkt. Það er ekki satt,“ skrifaði Clattenburg. Mark Clattenburg slams Liverpool FC boss Jurgen Klopp hypocrisy over Manchester United penalty claim https://t.co/TottXdEQ3U— Man United News (@ManUtdMEN) January 14, 2021 „Ef hann ætlaði sér að vekja athygli á því hversu auðveldlega leikmenn United fara niður í teignum þá tel ég hann hafi eitthvað fyrir sér í því. Ég hef skoðað vel þær vítaspyrnur sem United liðið hefur fengið. Það eru að minnsta kosti fimm þar sem ég tel að leikmaður Manchester United hafi búið sjálfur til snertinguna,“ skrifaði Clattenburg. „Hér verður Klopp samt að fara varlega því þetta var nákvæmlega það sama og hjá Sadio Mane þegar hann fór niður eftir samskipti sín við Kyle Walker-Peters í 1-0 tapinu á móti Southampton,“ skrifaði Clattenburg. „Það er ýmislegt hægt að taka úr þessum orðum Klopp eftir þennan leik. Í fyrsta lægi þá hljómar hann eins og hræsnari ef hann er að halda því fram að leikmenn United séu að reyna að fiska vítaspyrnur. Leikmenn eins og Mo Salah og Mane eru að gera það sama,“ skrifaði Mark Clattenburg í pistli sínum en hann má finna allan hér.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira