Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2021 23:03 Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur fyrir mál er varðar þungunarrof síðan Amy Coney Barrett var skipuð við réttinn. Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira