Kaþólska kirkjan byrjar messuhald á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Vísir/Sigurjón Kaþólska kirkjan á Íslandi hyggst hefja messuhald á ný þegar breyttar samkomutakmarkanir taka gildi á morgun. Messum á vegum kirkjunnar var aflýst í byrjun mánaðar eftir að of margir komu þar saman í að minnsta kosti tvígang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu. Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu.
Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50