Stjórnmál í sóttkví Þorsteinn Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Bólusetningar Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun