Vandræðin aukast vegna veirunnar en NBA heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 07:30 Anthony Davis fór mikinn í Texas í nótt. Getty/Carmen Mandato Þó að leikmannahópar nokkurra NBA-liða hafi þynnst og að í gær hafi þurft að fresta leik Boston Celtics og Miami Heat, vegna kórónuveirusmita eða gruns um smit, stendur ekki til að stöðva keppni í deildinni. Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Þetta segir Mike Bass, talsmaður NBA, en blaðamaðurinn Sopan Deb hjá New York Times hafði eftirfarandi eftir honum: „Við sáum það fyrir að það yrði leikjum frestað á þessu tímabili og skipulögðum tímabilið út frá því. Það eru engar áætlanir um að stöðva tímabilið. Við höldum áfram í samræmi við ráðgjöf frá okkar heilbrigðissérfræðingum og miðað við okkar heilbrigðis- og öryggisreglur.“ NEW from NBA spokesman Mike Bass: We anticipated that there would be game postponements this season and planned this season accordingly. There are no plans to pause the season. We will continue to be guided by our medical experts and our health and safety protocols. — Sopan Deb (@SopanDeb) January 10, 2021 Leik Boston og Miami var frestað þar sem að Miami var ekki með átta leikmenn til taks til að spila, vegna gruns um smit, en það er lágmarksfjöldinn sem þarf svo að lið spili. Boston-menn ætluðu að spila en voru aðeins með átta leikmenn til taks samkvæmt ESPN. Þetta er annar leikurinn sem fresta þarf vegna Covid-19 en sá fyrri var á milli Houston Rockets og Oklahoma City Thunder þegar tímabilið var að hefjast, á Þorláksmessu. Hins vegar hefur kórónuveiran sett sterkan svip á fjölda leikja, því lið hafa verið án leikmanna vegna hennar. Philadelphia 76ers léku til að mynda ansi fáliðaðir gegn Denver Nuggets um helgina og óvíst er hvernig næstu leikir verða hjá liðinu. Davis bara að vera Davis Sjö leikir fóru hins vegar fram í gærkvöld og í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers áttu ekki í vandræðum með Houston Rockets og unnu 120-102 sigur þar sem að Anthony Davis var í aðalhlutverki og skoraði 27 stig. LeBron James bætti við 18. „Í kvöld var A. D. bara að vera A. D. og það að fá hann aftur gefur okkur allt annað gangverk bæði í sókn og vörn,“ sagði James um Davis sem missti af leik á föstudaginn vegna meiðsla í nára. @AntDavis23 (27 PTS, 3 BLK) and @KingJames (18 PTS, 7 REB, 7 AST) lead the @Lakers to 8-3. #LakeShow pic.twitter.com/uFwgBNu7D0— NBA (@NBA) January 11, 2021 Það dugði Zach LaVine ekki að skora 45 stig fyrir Chicago Bulls þegar liðið tapaði 130-127 fyrir Los Angeles Clippers. Kawhi Leonard skoraði 35 stig fyrir Clippers og hefur þar með náð 10.000 stigum á sínum ferli. Damion Lee tryggði Golden State Warriors 106-105 sigur á Toronto Raptors af vítalínunni þegar 3,3 sekúndur voru eftir. Andrew Wiggins (@22wiggins) gets it done on both ends for the @warriors! 17 PTS 4 BLK Game-winning defensive stop pic.twitter.com/sDf1FbvBwk— NBA (@NBA) January 11, 2021 Stephen Curry var í afar óvenjulegum vandræðum í leiknum, klúðraði níu af tíu þriggja stiga skotum sínum, og skoraði aðeins 11 stig í leiknum eftir samtals 143 stig í síðustu fjórum leikjum. Það kom þó ekki að sök. Úrslitin í nótt Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 86 – 96 Utah LA Clippers 130 – 127 Chicago Bulls Brooklyn 116 – 129 Oklahoma New York 89 – 114 Denver Houston 102 – 120 LA Lakers Minnesota 96 – 88 San Antonio Golden State 106 – 105 Toronto
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira