Fulltrúadeildin ætlar að leggja fram ákæru á hendur Trump Eiður Þór Árnason skrifar 11. janúar 2021 00:50 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins. Getty/Drew Angerer Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun á næstu dögum ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Þetta sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, í bréfi til þingmanna á sunnudag. Pelosi sagði Trump vera ógn við lýðræðið í kjölfar árásarinnar á þinghúsið á miðvikudag og kallaði eftir því að þingið myndi afgreiða málið með skjótum hætti. Hún greindi frá því að fulltrúadeildin myndi fyrst reyna að þvinga Pence varaforseta og ráðherra Trumps til að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og víkja Trump þannig úr embætti. Verði ekki af því muni atkvæðagreiðsla um ákæru fara fram á þinginu á þriðjudag. Miklar líkur eru á því að Repúblikanar muni koma í veg tilraun Demókrata til þess að virkja 25. viðaukann. Pelosi sagði í gær að nauðsynlegt væri þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Andstaða við Trump eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana hafa nú talað fyrir því að Trump segi af sér áður en embættistaka Joe Biden fer fram þann 20. janúar næstkomandi. Öldungardeildaþingmennirnir Pat Toomey frá Pennsylvaníu og Lisa Murkowski frá Alaska kölluðu í dag eftir því að Trump myndi láta af embætti og „fara eins fljótt og mögulegt er.“ Toomey hefur gefið út að hann telji að Trump hafi framið embættisbrot en að ekki sé nægur tími til að klára ákæruferlið. Þá sagðist hann ekki vera bjartsýnn á að Trump myndi stíga til hliðar áður en kjörtímabili hans lýkur eftir níu daga. Auk þeirra tveggja hefur Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Missouri sagt að forsetinn ætti að fara „mjög varlega“ á síðustu dögum hans í embætti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Pelosi sagði Trump vera ógn við lýðræðið í kjölfar árásarinnar á þinghúsið á miðvikudag og kallaði eftir því að þingið myndi afgreiða málið með skjótum hætti. Hún greindi frá því að fulltrúadeildin myndi fyrst reyna að þvinga Pence varaforseta og ráðherra Trumps til að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og víkja Trump þannig úr embætti. Verði ekki af því muni atkvæðagreiðsla um ákæru fara fram á þinginu á þriðjudag. Miklar líkur eru á því að Repúblikanar muni koma í veg tilraun Demókrata til þess að virkja 25. viðaukann. Pelosi sagði í gær að nauðsynlegt væri þingmenn leggi allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi landsmanna síðustu daga Trump í embætti. Sjálf vonist hún til þess að forsetinn segi sjálfur af sér en geri hann það ekki sjái hún ekki annað í stöðunni en að koma af stað ákæruferli. Á fimmtudag biðlaði hún til Mike Pence, fráfarandi varaforseta, að grípa til aðgerða og hvatti ríkisstjórnina til þess að svipta Trump völdum. Andstaða við Trump eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana hafa nú talað fyrir því að Trump segi af sér áður en embættistaka Joe Biden fer fram þann 20. janúar næstkomandi. Öldungardeildaþingmennirnir Pat Toomey frá Pennsylvaníu og Lisa Murkowski frá Alaska kölluðu í dag eftir því að Trump myndi láta af embætti og „fara eins fljótt og mögulegt er.“ Toomey hefur gefið út að hann telji að Trump hafi framið embættisbrot en að ekki sé nægur tími til að klára ákæruferlið. Þá sagðist hann ekki vera bjartsýnn á að Trump myndi stíga til hliðar áður en kjörtímabili hans lýkur eftir níu daga. Auk þeirra tveggja hefur Roy Blunt, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Missouri sagt að forsetinn ætti að fara „mjög varlega“ á síðustu dögum hans í embætti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38
Trump verður ekki viðstaddur innsetningu Bidens Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti ætlar ekki að mæta á vígsluathöfn Joes Biden þann 20. janúar. Frá þessu greinir Trump á Twitter en nefnir ekki ástæðu þess að hann ætlar ekki að mæta. 8. janúar 2021 16:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent