Æfa tvisvar í viku, eignuðust bjórkæli og fá nú Mourinho og hans menn til Krossabæjar Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2021 09:01 Framherjinn Niall Cummins og stjórinn Neil Young láta sig dreyma um að komast áfram í bikarnum en eru að minnsta kosti búnir að vinna sér inn bjórkælinn sem sjá má í baksýn. Getty/Dave Thompson Leikmenn Marine æfa fótbolta tvisvar í viku, hafa ekki spilað leik síðan á öðrum degi jóla og eru einum bjórkæli ríkari vegna áhuga heimsins á stærsta leik lífs þeirra. Sá leikur er í dag þegar áhugamennirnir fá Jose Mourinho og hans menn í Tottenham í heimsókn, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Fótboltaheimurinn beinir sjónum sínum í dag að Krossabæ (e. Crosby), í úthverfi Liverpool. Þar tekur Marine á móti Tottenham kl. 17. Samkomureglur vegna kórónuveirufaraldursins koma í veg fyrir að 500 stuðningsmenn fái stóran draum uppfylltan með því að mæta á þennan stærsta leik í sögu Marine, en 6.000 sýndaraðgöngumiðar hafa þó selst til stuðnings smáliðinu sem komið er svo langt. Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Þriðja umferð bikarkeppninnar er sú fyrsta sem að Tottenham og önnur úrvalsdeildarlið spila í ár hvert. Marine, sem leikur í áttunda þrepi deildakeppninnar á Englandi, hefur hins vegar þurft að fara í gegnum fimm umferðir í undankeppni, og svo slá út D-deildarlið Colchester og utandeildarlið Havant & Waterlooville til að komast í þriðju umferðina. Ungir stuðningsmenn Marine hlakka til leiksins í dag.Getty/Clive Brunskill Sigrinum gegn Havant var vel fagnað í búningsklefanum og markmaðurinn Bayleigh Passant skaust í næstu búð og keypti bjór fyrir mannskapinn, enn í markmannsbúningnum. Bjórframleiðandinn Budweiser hreifst af þessu og útvegaði Marine-mönnum kæliskáp í vikunni, fullan af bjórflöskum. Þeir fá ársbirgðir af bjór, sama hvernig fer í dag, og stuðningsmenn Marine hafa einnig fengið sendingu frá bjórframleiðandanum fyrir þennan tímamótaleik í sögu félagsins. Leikmenn og aðrir sem tengjast Marine hafa einmitt fundið fyrir miklum áhuga fjölmiðla og annarra eftir að liðið dróst svo gegn Tottenham. Viðtalsbeiðnir hafa borist frá Spáni, Bandaríkjunum, Finnlandi, Danmörku og jafnvel Rússlandi og Ástralíu. Einn á móti milljón en það gæti dugað „Það sagði einhver við mig að þetta væri ekki bara leikur í ensku bikarkeppninni – þetta væri enska bikarkeppnin í sinni tærustu mynd,“ sagði Paul Leary, formaður Marine, við Daily Mail og bætti við: „Þetta er ótrúlegt, ekki satt? En dásamlegur tími fyrir félagið.“ Heimavöllur Marine, Rossett Park, lætur ekki mikið yfir sér en þar hefur allt verið gert svo að hægt verði að spila leikinn í dag, gegn stórliði Tottenham.Getty/Dave Thompson Niall Cummins er framherji Havant og skoraði einmitt sigurmark á síðustu stundu, í leiknum gegn Havant sem fór í framlengingu og endaði 1-0. Hann er staðráðinn í að njóta dagsins: „Svona tækifæri fær maður bara einu sinni á ævinni og við ætlum að nýta það til fulls og reyna að ná góðum úrslitum,“ sagði Cummins. „Þó að líkurnar séu einn á móti milljón þá verðum við að muna að við gætum verið þessi „eini“,“ bætti hann við. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Fótboltaheimurinn beinir sjónum sínum í dag að Krossabæ (e. Crosby), í úthverfi Liverpool. Þar tekur Marine á móti Tottenham kl. 17. Samkomureglur vegna kórónuveirufaraldursins koma í veg fyrir að 500 stuðningsmenn fái stóran draum uppfylltan með því að mæta á þennan stærsta leik í sögu Marine, en 6.000 sýndaraðgöngumiðar hafa þó selst til stuðnings smáliðinu sem komið er svo langt. Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Þriðja umferð bikarkeppninnar er sú fyrsta sem að Tottenham og önnur úrvalsdeildarlið spila í ár hvert. Marine, sem leikur í áttunda þrepi deildakeppninnar á Englandi, hefur hins vegar þurft að fara í gegnum fimm umferðir í undankeppni, og svo slá út D-deildarlið Colchester og utandeildarlið Havant & Waterlooville til að komast í þriðju umferðina. Ungir stuðningsmenn Marine hlakka til leiksins í dag.Getty/Clive Brunskill Sigrinum gegn Havant var vel fagnað í búningsklefanum og markmaðurinn Bayleigh Passant skaust í næstu búð og keypti bjór fyrir mannskapinn, enn í markmannsbúningnum. Bjórframleiðandinn Budweiser hreifst af þessu og útvegaði Marine-mönnum kæliskáp í vikunni, fullan af bjórflöskum. Þeir fá ársbirgðir af bjór, sama hvernig fer í dag, og stuðningsmenn Marine hafa einnig fengið sendingu frá bjórframleiðandanum fyrir þennan tímamótaleik í sögu félagsins. Leikmenn og aðrir sem tengjast Marine hafa einmitt fundið fyrir miklum áhuga fjölmiðla og annarra eftir að liðið dróst svo gegn Tottenham. Viðtalsbeiðnir hafa borist frá Spáni, Bandaríkjunum, Finnlandi, Danmörku og jafnvel Rússlandi og Ástralíu. Einn á móti milljón en það gæti dugað „Það sagði einhver við mig að þetta væri ekki bara leikur í ensku bikarkeppninni – þetta væri enska bikarkeppnin í sinni tærustu mynd,“ sagði Paul Leary, formaður Marine, við Daily Mail og bætti við: „Þetta er ótrúlegt, ekki satt? En dásamlegur tími fyrir félagið.“ Heimavöllur Marine, Rossett Park, lætur ekki mikið yfir sér en þar hefur allt verið gert svo að hægt verði að spila leikinn í dag, gegn stórliði Tottenham.Getty/Dave Thompson Niall Cummins er framherji Havant og skoraði einmitt sigurmark á síðustu stundu, í leiknum gegn Havant sem fór í framlengingu og endaði 1-0. Hann er staðráðinn í að njóta dagsins: „Svona tækifæri fær maður bara einu sinni á ævinni og við ætlum að nýta það til fulls og reyna að ná góðum úrslitum,“ sagði Cummins. „Þó að líkurnar séu einn á móti milljón þá verðum við að muna að við gætum verið þessi „eini“,“ bætti hann við. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira