Heillandi að geta horfið inn í heim eða aðstæður Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. janúar 2021 07:00 Drífa Þöll Arnardóttir hefur einstakan áhuga á bókum og er því í draumastarfi, á bókasafni. Hún las yfir hundrað bækur á síðasta ári. Samsett/Aðsent-Getty Drífa Þöll Arnardóttir hefur verið bókaormur allt sitt líf og starfar nú umkringd bókum alla daga sem bókavörður á Bókasafni Vestmannaeyja. Á síðasta ári setti hún sér það markmið að lesa að minnsta kosti 100 bækur á árinu og tókst það. „Ég er uppalin á Eiðum á Héraði en svo lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík og þaðan í Kennaraháskólann. Eftir útskrift þaðan fékk ég kennarastöðu í Vestmannaeyjum ásamt tveimur vinkonum úr KHÍ og ætlaði mér bara að vera þar í eitt ár. Þau eru orðin 21 enda kynntist ég ástinni hér og hér er gott að búa þó að samgöngurnar geti reynt á þolirfin.“ Hjónin eiga 12 ára tvíbura, dreng og stúlku. Drífa Þöll var heimavinnandi um tíma eftir að hún hætti að kenna en er nú algjörlega búin að finna sig í starfinu á Bókasafni Vestmannaeyja. Man enn eftir tólf bóka jólunum „Ég hef verið bókaormur frá því að ég man eftir mér. Las flest sem ég komst í. Þar sem ég bjó á mjög litlum stað þar sem ekki var bókasafn varð að lesa það sem til var heima. Pabbi og mamma voru miklar fyrirmyndir hvað varðaði lestur og það var mikið til af bókum heima, við vorum þrjú systkinin á heimilinu svo að ég las líka bækur bræðra minna, svo fékk man líka lánað frá vinum og nágrönnum. Mamma og pabbi lásu mikið fyrir okkur þegar við vorum yngri. Mamma var frábær leiklesari og það gerði okkur systikinin enn spenntari fyrir bókunum. Bestu jólagjafirnar voru bækur og ég man eftir jólum þar sem leyndust tólf bækur í pökkunum og þá var sko setið við og lesið. Ég las undir morgun allt jólafríið, það var æðislegt,“ segir Drífa Þöll. Hún segist vera mest hrifin af „mannlegum“ sögum um venjulegt fólk sem lendir í alls konar, helst bækur sem láta henni líða vel í hjartanu eftir lesturinn. „Má þar nefna Vegur vindsins Bueno camino eftir Ásu Marin og Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Af erlendum höfundum er Frederik Backman í uppáhaldi. Ég les aðallega á íslensku en gríp mér stundum bók á ensku. Ég þarf oft að kaupa mér bækur á flugvöllum erlendis þegar ég er búin með allt sem ég tek með mér. Ég er svo gamaldags að ég vil lesa bækur af pappír. En ég er orðin of ryðguð í menntaskóladönskunni til að njóta bóka á því annars ágæta tungumáli.“ Ákveðinn galdur Drífa Þöll hefur einlægan áhuga á bókum og er stoltur lestrarhestur. Það er því ekki auðvelt að velja eitthvað eitt sem heillar mest við bækurnar. „Ætli það sé ekki að geta horfið inn í heim eða aðstæður, ferðast um í tíma og rúmi, kynnst alls konar fólki, læra að þykja vænt um það eða leggja fæð á það í einhverjum tilfellum og það einungis með því að lesa orð á blaði. Það er ákveðinn galdur fólginn í því.“ Hún á svo mikið af uppáhalds bókum að það er henni nánast ómögulegt að gera upp á milli. „Ég nefndi Veg vindsins áðan, held að hún skori ansi hátt þar, ég hef lesið Harry Potter seríuna oftar en einu sinni svo að þær eru örugglega í topp tíu. Brestir eftir Frederik Backman, Strákurinn í röndóttu náttfötunum eftir John Boyne, Anna í Grænuhlíð er dásamleg og Pollýanna auðvitað, nokkrar bækur Isabel Allende eru doldið uppáhalds, Bókaþjófurinn eftir Markus Zuzak og svo má ég ekki gleyma Bókmennta- og kartöflubökufélaginu eftir Annie Barrows og Mary Ann Shiffer, hún er frábær og Salka Valka, ég held að ég hætti núna,“ segir Drífa Þöll eftir upptalninguna. Af þeim 104 bókum sem Drífa Þöll las á síðasta ári kom bókin Kokkáll mest á óvart.Getty/ Pornsawan Sangmanee Ekki mikill íþróttaálfur Hennar uppáhalds erlendi höfundur er Frederik Backman og svo David Walliams í flokki barnabóka. „Af íslenskum höfundum held ég að það sé Auður Ava Ólafsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur. Guðrún Helgadóttir á líka sérstakan stað í hjartanu.“ Lestrarmarkmiðið 100 bækur á árinu 2020 var háleitt markmið en planið hennar var að lesa allavega tvær bækur í hverri viku. „Sko er ekki mikill íþróttaálfur og margir í kringum mig voru að stefna á maraþon og alls konar og mig langaði að gera eitthvað sem tengdist mínu aðaláhugamáli, bókum.“ Bróðurdóttirin tekur við keflinu Í lok hvers mánaðar birti Drífa Þöll lista á Facebook yfir allar bækurnar sem hún hafði lesið þann mánuðinn og skrifaði þar örstutt um hverja og eina, aðallega hvort henni fannst bókin góð eða ekki. Margir gátu því nýtt sér hennar meðmæli við val á bókum á síðasta ári. „Fjölskylda og vinir hafa auðvitað fylgst með ferlinu og það var líka gaman að fá athugasemdir frá þeim og hvatningu á Facebook. Einhver af þeim hafa skrifað hjá sér titla sem þeim leist á og svo fékk ég líka ábendingar um áhugaverðar bækur. Það var mjög gaman líka. Það sem mér finnst samt skemmtilegast er að bróðurdóttir mín sem er nýorðin átta ára deilir ást minni á bókum og hún ætlar að gera eins og frænka sín og lesa hundrað bækur á árinu 2021.“ Drífa Þöll viðurkennir að það hafi á tímum verið erfitt að standast lestraráætlunina, en það fór auðvitað eftir efni bókanna. Tímapressan hafði líka töluverð áhrif á lestrargleðina hennar um tíma. „Það komu tímar þar sem ég var svo stressuð að ná þessu ekki að ég naut lestursins ekki eins og ég hefði viljað. Það var kannski helst fyrri hluta árs þegar verkefnið virtist pínu óyfirstíganlegt. Það var líka erfiðara að halda í gleðina þegar ég var að lesa bækur sem ég var ekki sérstaklega spennt fyrir. Ég er bara þannig gerð að ég þarf að klára bækur sem ég byrja á. En svo var það ekki eins erfitt eins og þegar ég las Divergent seríuna, tæplega 1500 blaðsíður á þrettán dögum.2 29.652 síður Aðspurð hvar henni finnist best að lesa svarar hún snögg, alls staðar og hvenær sem er. „Þar sem ég þarf nú að vinna lungann úr deginum þá les ég oft á morgnanna áður en ég mæti í vinnu, ég les í hádegishléinu. Ef bókin er sérstaklega góð þá les ég stundum við eldamennskuna á meðan ég er að hræra í sósum eða bíða eftir einhverju í ofninum, þá get ég lesið. Á meðan krakkarnir lesa heimalesturinn fyrir skólann þá les ég líka og svo les ég stundum á kvöldin í sófanum meðan aðrir á heimilinu horfa á sjónvarpið og alltaf þegar ég er komin upp í rúm. Það getur verið vesen þegar þarf að vakna snemma og erfitt að leggja bókina frá sér.“ Í heildina las Drífa Þöll 104 bækur, þar af voru 67 „fullorðinsbækur“ og 37 barna- og ungmennabækur. „Þetta voru nákvæmlega 29.652 blaðsíður.“ Ekki mikið fyrir ástarsögur Í þessu verkefni var heppilegt að starfa á bókasafni svo það var ekki erfitt að útvega nýtt lesefni í hverri viku. „Þar sem ég starfa á bókasafni er kostur að vera búin að lesa nýlegar bækur til að geta leiðbeint fólki. Svo ef mælt er með einhverju við mig þá skelli ég mér oft á það. Svo höfum við á Bókasafni Vestmannaeyja, starfsfólk og lánþegar, verið með lestraráskoranir í nokkur ár þar sem settur er upp listi yfir tólf til fimmtán bækur sem á að lesa yfir árið. Þar eru til dæmis valmöguleikar að lesa eftir verðlaunahöfund, bók með grænni kápu, ljóðabók að eigin vali, bók sem barnið þitt mælir með, bók sem er meira en 500 blaðsíður, ævisögu og svo framvegis. Þetta er mjög skemmtilegt og þá þarf fólk kannski aðeins að fara út fyrir sinn lestrarramma. Til dæmis er ég ekki sérstaklegur aðdáandi ástarsagna en eitt árið höfðum við það á listanum og það reyndist mér pínu erfitt. Það er samt gaman að fara út fyrir þægindarammann öðru hverju.“ Drífa Þöll ætlaði að dvelja eitt ár í Vestmannaeyjum en ílengdist og nú eru liðnir meira en tveir áratugir.. Vísir/Vilhelm Dóri DNA kom á óvart Af þeim 104 bókum sem Drífa Þöll las á síðasta ári voru Fólk í angist eftir Frederik Backman og Valdið eftir Naomi Alderman í mestu uppáhaldi. Sú bók sem olli henni vonbrigðum var Guð sé oss næstur eftir Arto Paasilinna. „Hún átti alveg ágæta spretti en ég hélt hún væri fyndnari.“ Bókin sem kom henni mest á óvart á árinu var Kokkáll eftir Dóra DNA sem hún lýsir sem algjörri flugeldasýningu og frábærri bók. Hún er strax komin með nýtt markmið fyrir þetta ár en þemað er öðruvísi í þetta skiptið. „Markmið ársins 2021 er að lesa tólf bækur sem teljast til heimsbókmennta eða bóka sem allir ættu að lesa einhvern tímann á ævinni. Það er ein fyrir hvern mánuð. Ég þarf nefnilega líka að hafa tíma til að lesa nýrri bækur þess vegna valdi ég að hafa þær bara tólf. En það er að reynast erfiðara en ég hélt að velja þessar tólf. Ég hef leitað til vina og ættingja að tillögum en leitaði líka til frábæra fólksins sem er í grúppunni Bókagull á facebook og eftir að hafa skrifað hjá mér þær tillögur er ég með lista með yfir sextíu bókum til að velja úr. Ég er komin með níu sem ég ætla mér að lesa en á ofsa erfitt með að velja síðustu þrjár.“ Laxdæla og Hringadróttinssaga árið 2021 Drífa Þöll setti sér þetta markmið af því að bækurnar sem um ræðir eru bækurnar sem hún hefur alltaf ætlað að lesa en aldrei látið verða af. „Það eru alltaf einhverjar aðrar sem þú ætlar að lesa fyrst. Svo er bara gefið svo mikið út af frábærum bókum að leslistinn lengist alltaf og lengist. En nú er komið að þessu hjá mér. Til dæmis hef ég aldrei lesið Laxdælu svo að hún hefur ratað á listann. Hins vegar eru ansi margir erlendir höfundar á listanum og of fáar konur svo að ég er að vinna í þessu. Ég er samt byrjuð og fyrsta bókin af listanum er Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen.“ Hún er spenntust að lesa Hringadróttinssögu þar sem hún hefur lesið Hobbitann nokkrum sinnum en aldrei lagt í þríleikinn. „Ég ætla nú að telja það sem eina bók til að koma fleirum að. En þetta verður örugglega mjög áhugavert lestrarár,“ segir Drífa Þöll spennt. Hún er sannfærð um það að lestur sé bestur og hvetur sérstaklega alla foreldra til að lesa með börnunum sínum, helst frá unga aldri. „Fyrir utan hvað það er skemmtileg samverustund þá eykur það málþroska, hljóðvitund, orðaforða og vekur áhuga á bókum.“ Menning Bókmenntir Vestmannaeyjar Helgarviðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Ég er uppalin á Eiðum á Héraði en svo lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík og þaðan í Kennaraháskólann. Eftir útskrift þaðan fékk ég kennarastöðu í Vestmannaeyjum ásamt tveimur vinkonum úr KHÍ og ætlaði mér bara að vera þar í eitt ár. Þau eru orðin 21 enda kynntist ég ástinni hér og hér er gott að búa þó að samgöngurnar geti reynt á þolirfin.“ Hjónin eiga 12 ára tvíbura, dreng og stúlku. Drífa Þöll var heimavinnandi um tíma eftir að hún hætti að kenna en er nú algjörlega búin að finna sig í starfinu á Bókasafni Vestmannaeyja. Man enn eftir tólf bóka jólunum „Ég hef verið bókaormur frá því að ég man eftir mér. Las flest sem ég komst í. Þar sem ég bjó á mjög litlum stað þar sem ekki var bókasafn varð að lesa það sem til var heima. Pabbi og mamma voru miklar fyrirmyndir hvað varðaði lestur og það var mikið til af bókum heima, við vorum þrjú systkinin á heimilinu svo að ég las líka bækur bræðra minna, svo fékk man líka lánað frá vinum og nágrönnum. Mamma og pabbi lásu mikið fyrir okkur þegar við vorum yngri. Mamma var frábær leiklesari og það gerði okkur systikinin enn spenntari fyrir bókunum. Bestu jólagjafirnar voru bækur og ég man eftir jólum þar sem leyndust tólf bækur í pökkunum og þá var sko setið við og lesið. Ég las undir morgun allt jólafríið, það var æðislegt,“ segir Drífa Þöll. Hún segist vera mest hrifin af „mannlegum“ sögum um venjulegt fólk sem lendir í alls konar, helst bækur sem láta henni líða vel í hjartanu eftir lesturinn. „Má þar nefna Vegur vindsins Bueno camino eftir Ásu Marin og Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Af erlendum höfundum er Frederik Backman í uppáhaldi. Ég les aðallega á íslensku en gríp mér stundum bók á ensku. Ég þarf oft að kaupa mér bækur á flugvöllum erlendis þegar ég er búin með allt sem ég tek með mér. Ég er svo gamaldags að ég vil lesa bækur af pappír. En ég er orðin of ryðguð í menntaskóladönskunni til að njóta bóka á því annars ágæta tungumáli.“ Ákveðinn galdur Drífa Þöll hefur einlægan áhuga á bókum og er stoltur lestrarhestur. Það er því ekki auðvelt að velja eitthvað eitt sem heillar mest við bækurnar. „Ætli það sé ekki að geta horfið inn í heim eða aðstæður, ferðast um í tíma og rúmi, kynnst alls konar fólki, læra að þykja vænt um það eða leggja fæð á það í einhverjum tilfellum og það einungis með því að lesa orð á blaði. Það er ákveðinn galdur fólginn í því.“ Hún á svo mikið af uppáhalds bókum að það er henni nánast ómögulegt að gera upp á milli. „Ég nefndi Veg vindsins áðan, held að hún skori ansi hátt þar, ég hef lesið Harry Potter seríuna oftar en einu sinni svo að þær eru örugglega í topp tíu. Brestir eftir Frederik Backman, Strákurinn í röndóttu náttfötunum eftir John Boyne, Anna í Grænuhlíð er dásamleg og Pollýanna auðvitað, nokkrar bækur Isabel Allende eru doldið uppáhalds, Bókaþjófurinn eftir Markus Zuzak og svo má ég ekki gleyma Bókmennta- og kartöflubökufélaginu eftir Annie Barrows og Mary Ann Shiffer, hún er frábær og Salka Valka, ég held að ég hætti núna,“ segir Drífa Þöll eftir upptalninguna. Af þeim 104 bókum sem Drífa Þöll las á síðasta ári kom bókin Kokkáll mest á óvart.Getty/ Pornsawan Sangmanee Ekki mikill íþróttaálfur Hennar uppáhalds erlendi höfundur er Frederik Backman og svo David Walliams í flokki barnabóka. „Af íslenskum höfundum held ég að það sé Auður Ava Ólafsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur. Guðrún Helgadóttir á líka sérstakan stað í hjartanu.“ Lestrarmarkmiðið 100 bækur á árinu 2020 var háleitt markmið en planið hennar var að lesa allavega tvær bækur í hverri viku. „Sko er ekki mikill íþróttaálfur og margir í kringum mig voru að stefna á maraþon og alls konar og mig langaði að gera eitthvað sem tengdist mínu aðaláhugamáli, bókum.“ Bróðurdóttirin tekur við keflinu Í lok hvers mánaðar birti Drífa Þöll lista á Facebook yfir allar bækurnar sem hún hafði lesið þann mánuðinn og skrifaði þar örstutt um hverja og eina, aðallega hvort henni fannst bókin góð eða ekki. Margir gátu því nýtt sér hennar meðmæli við val á bókum á síðasta ári. „Fjölskylda og vinir hafa auðvitað fylgst með ferlinu og það var líka gaman að fá athugasemdir frá þeim og hvatningu á Facebook. Einhver af þeim hafa skrifað hjá sér titla sem þeim leist á og svo fékk ég líka ábendingar um áhugaverðar bækur. Það var mjög gaman líka. Það sem mér finnst samt skemmtilegast er að bróðurdóttir mín sem er nýorðin átta ára deilir ást minni á bókum og hún ætlar að gera eins og frænka sín og lesa hundrað bækur á árinu 2021.“ Drífa Þöll viðurkennir að það hafi á tímum verið erfitt að standast lestraráætlunina, en það fór auðvitað eftir efni bókanna. Tímapressan hafði líka töluverð áhrif á lestrargleðina hennar um tíma. „Það komu tímar þar sem ég var svo stressuð að ná þessu ekki að ég naut lestursins ekki eins og ég hefði viljað. Það var kannski helst fyrri hluta árs þegar verkefnið virtist pínu óyfirstíganlegt. Það var líka erfiðara að halda í gleðina þegar ég var að lesa bækur sem ég var ekki sérstaklega spennt fyrir. Ég er bara þannig gerð að ég þarf að klára bækur sem ég byrja á. En svo var það ekki eins erfitt eins og þegar ég las Divergent seríuna, tæplega 1500 blaðsíður á þrettán dögum.2 29.652 síður Aðspurð hvar henni finnist best að lesa svarar hún snögg, alls staðar og hvenær sem er. „Þar sem ég þarf nú að vinna lungann úr deginum þá les ég oft á morgnanna áður en ég mæti í vinnu, ég les í hádegishléinu. Ef bókin er sérstaklega góð þá les ég stundum við eldamennskuna á meðan ég er að hræra í sósum eða bíða eftir einhverju í ofninum, þá get ég lesið. Á meðan krakkarnir lesa heimalesturinn fyrir skólann þá les ég líka og svo les ég stundum á kvöldin í sófanum meðan aðrir á heimilinu horfa á sjónvarpið og alltaf þegar ég er komin upp í rúm. Það getur verið vesen þegar þarf að vakna snemma og erfitt að leggja bókina frá sér.“ Í heildina las Drífa Þöll 104 bækur, þar af voru 67 „fullorðinsbækur“ og 37 barna- og ungmennabækur. „Þetta voru nákvæmlega 29.652 blaðsíður.“ Ekki mikið fyrir ástarsögur Í þessu verkefni var heppilegt að starfa á bókasafni svo það var ekki erfitt að útvega nýtt lesefni í hverri viku. „Þar sem ég starfa á bókasafni er kostur að vera búin að lesa nýlegar bækur til að geta leiðbeint fólki. Svo ef mælt er með einhverju við mig þá skelli ég mér oft á það. Svo höfum við á Bókasafni Vestmannaeyja, starfsfólk og lánþegar, verið með lestraráskoranir í nokkur ár þar sem settur er upp listi yfir tólf til fimmtán bækur sem á að lesa yfir árið. Þar eru til dæmis valmöguleikar að lesa eftir verðlaunahöfund, bók með grænni kápu, ljóðabók að eigin vali, bók sem barnið þitt mælir með, bók sem er meira en 500 blaðsíður, ævisögu og svo framvegis. Þetta er mjög skemmtilegt og þá þarf fólk kannski aðeins að fara út fyrir sinn lestrarramma. Til dæmis er ég ekki sérstaklegur aðdáandi ástarsagna en eitt árið höfðum við það á listanum og það reyndist mér pínu erfitt. Það er samt gaman að fara út fyrir þægindarammann öðru hverju.“ Drífa Þöll ætlaði að dvelja eitt ár í Vestmannaeyjum en ílengdist og nú eru liðnir meira en tveir áratugir.. Vísir/Vilhelm Dóri DNA kom á óvart Af þeim 104 bókum sem Drífa Þöll las á síðasta ári voru Fólk í angist eftir Frederik Backman og Valdið eftir Naomi Alderman í mestu uppáhaldi. Sú bók sem olli henni vonbrigðum var Guð sé oss næstur eftir Arto Paasilinna. „Hún átti alveg ágæta spretti en ég hélt hún væri fyndnari.“ Bókin sem kom henni mest á óvart á árinu var Kokkáll eftir Dóra DNA sem hún lýsir sem algjörri flugeldasýningu og frábærri bók. Hún er strax komin með nýtt markmið fyrir þetta ár en þemað er öðruvísi í þetta skiptið. „Markmið ársins 2021 er að lesa tólf bækur sem teljast til heimsbókmennta eða bóka sem allir ættu að lesa einhvern tímann á ævinni. Það er ein fyrir hvern mánuð. Ég þarf nefnilega líka að hafa tíma til að lesa nýrri bækur þess vegna valdi ég að hafa þær bara tólf. En það er að reynast erfiðara en ég hélt að velja þessar tólf. Ég hef leitað til vina og ættingja að tillögum en leitaði líka til frábæra fólksins sem er í grúppunni Bókagull á facebook og eftir að hafa skrifað hjá mér þær tillögur er ég með lista með yfir sextíu bókum til að velja úr. Ég er komin með níu sem ég ætla mér að lesa en á ofsa erfitt með að velja síðustu þrjár.“ Laxdæla og Hringadróttinssaga árið 2021 Drífa Þöll setti sér þetta markmið af því að bækurnar sem um ræðir eru bækurnar sem hún hefur alltaf ætlað að lesa en aldrei látið verða af. „Það eru alltaf einhverjar aðrar sem þú ætlar að lesa fyrst. Svo er bara gefið svo mikið út af frábærum bókum að leslistinn lengist alltaf og lengist. En nú er komið að þessu hjá mér. Til dæmis hef ég aldrei lesið Laxdælu svo að hún hefur ratað á listann. Hins vegar eru ansi margir erlendir höfundar á listanum og of fáar konur svo að ég er að vinna í þessu. Ég er samt byrjuð og fyrsta bókin af listanum er Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen.“ Hún er spenntust að lesa Hringadróttinssögu þar sem hún hefur lesið Hobbitann nokkrum sinnum en aldrei lagt í þríleikinn. „Ég ætla nú að telja það sem eina bók til að koma fleirum að. En þetta verður örugglega mjög áhugavert lestrarár,“ segir Drífa Þöll spennt. Hún er sannfærð um það að lestur sé bestur og hvetur sérstaklega alla foreldra til að lesa með börnunum sínum, helst frá unga aldri. „Fyrir utan hvað það er skemmtileg samverustund þá eykur það málþroska, hljóðvitund, orðaforða og vekur áhuga á bókum.“
Menning Bókmenntir Vestmannaeyjar Helgarviðtal Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira