Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2021 17:48 Ýmir Örn Gíslason var öflugur í íslensku vörninni sem fékk aðeins tíu mörk á sig í seinni hálfleik. EPA/ESTELA SILVA Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
EM 2022 í handbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira