Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2021 10:30 Joel Embiid og Nikola Jokic leiða saman hesta sína í kvöld. getty/Mitchell Leff Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji. Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira