Stjóri Jóhanns Berg vill bólusetja alla ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 09:30 Sean Dyche fylgist með því þegar Jóhann Berg Guðmundsson kemur meiddur af velli. Getty/John Walton Knattspyrnustjóri Burnley segir að peningurinn sem fer í öll kórónuveiruprófin hjá ensku úrvalsdeildinni væri betur varið hjá framlínunni. Bretar eru eins og aðrir í Evrópu að glíma við mikla aukningu á smitum í landinu og mikil aukning hefur einnig orðið á smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa bættist í hóp með Newcastle, Fulham og Manchester City sem hafa öll þurft að glíma við hópsmit á síðustu vikum. Smitin tvöfölduðust milli vikna eftir að hafa fjölgað einnig mikið í vikunni á undan. Leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar fara nú í kórónuveirupróf tvisvar í viku en það hefur ekki verið alveg nóg í baráttunni við kórónuveiruna. Sean Dyche believes footballers should be vaccinated in order to re-distribute the vast money spent on coronavirus testing each week in the Premier League back to the NHS— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 7, 2021 Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley, hefur ákveðna skoðun á því sem sé best að gera á þessum krefjandi tímum. Dyche vill nefnilega bólusetja alla ensku úrvalsdeildina og hætta þessum sífelldum prófunum. Sá peningur sem sparast með því á að hans mati að fara í að styrkja heilbrigðiskerfið. „Þegar við horfum á alla þá peninga sem fara í smitpróf í ensku úrvalsdeildinni þá ætti sá peningur miklu frekar að fara í heilbrigðiskerfið og vinnuna við bólusetningarnar. Það hlýtur að vera betra en að vera að prófa leikmenn tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche er þekktur fyrir að fara aldrei í felur með skoðanir sínar og það nær líka út fyrir fótboltann. „Við skulum samt hafa það alveg á hreinu og það er fólk mun framar á listanum en fótboltamenn. Ég er ekki nálægt því að leggja það til að fótboltamenn ættu að vera settir fram fyrir fólk í áhættuhópum. Það sem ég er að segja að það væri miklu betra að fá þetta fjármagn sem fer í öll þessi próf þangað sem það hjálpar okkur við að auka framleiðslu bóluefnis,“ sagði Dyche. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Bretar eru eins og aðrir í Evrópu að glíma við mikla aukningu á smitum í landinu og mikil aukning hefur einnig orðið á smitum hjá leikmönnum og starfsmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa bættist í hóp með Newcastle, Fulham og Manchester City sem hafa öll þurft að glíma við hópsmit á síðustu vikum. Smitin tvöfölduðust milli vikna eftir að hafa fjölgað einnig mikið í vikunni á undan. Leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar fara nú í kórónuveirupróf tvisvar í viku en það hefur ekki verið alveg nóg í baráttunni við kórónuveiruna. Sean Dyche believes footballers should be vaccinated in order to re-distribute the vast money spent on coronavirus testing each week in the Premier League back to the NHS— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 7, 2021 Sean Dyche, knattspyrnustjóri Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley, hefur ákveðna skoðun á því sem sé best að gera á þessum krefjandi tímum. Dyche vill nefnilega bólusetja alla ensku úrvalsdeildina og hætta þessum sífelldum prófunum. Sá peningur sem sparast með því á að hans mati að fara í að styrkja heilbrigðiskerfið. „Þegar við horfum á alla þá peninga sem fara í smitpróf í ensku úrvalsdeildinni þá ætti sá peningur miklu frekar að fara í heilbrigðiskerfið og vinnuna við bólusetningarnar. Það hlýtur að vera betra en að vera að prófa leikmenn tvisvar til þrisvar í viku,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche er þekktur fyrir að fara aldrei í felur með skoðanir sínar og það nær líka út fyrir fótboltann. „Við skulum samt hafa það alveg á hreinu og það er fólk mun framar á listanum en fótboltamenn. Ég er ekki nálægt því að leggja það til að fótboltamenn ættu að vera settir fram fyrir fólk í áhættuhópum. Það sem ég er að segja að það væri miklu betra að fá þetta fjármagn sem fer í öll þessi próf þangað sem það hjálpar okkur við að auka framleiðslu bóluefnis,“ sagði Dyche.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira