Doncic magnaður í sigri Dallas og San Antonio vann aftur í Los Angeles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2021 08:00 Luka Doncic var einu frákasti frá því að vera með þrefalda tvennu gegn Denver Nuggets. getty/Matthew Stockman Luka Doncic átti stórkostlegan leik þegar Dallas Mavericks sigraði Denver Nuggets eftir framlengingu, 117-124, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Slóveninn skoraði 38 stig, tók níu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Þetta var annar sigur Dallas í röð. Maxi Kleber kom Dallas yfir, 107-109, þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma en Nikola Jokic tryggði Denver framlengingu í þann mund sem leiktíminn rann út. Jokic skoraði 38 stig, líkt og Doncic, þar af sautján í 4. leikhluta. Nikola Jokic buries the stepback jumper to force overtime on TNT.@dallasmavs 109@nuggets 109 pic.twitter.com/gIFUqI66pL— NBA (@NBA) January 8, 2021 Luka & Joker go back-and-forth with 38 PTS apiece as the @dallasmavs win in an OT thriller.Doncic: 38 PTS, 9 REB, 13 ASTJokic: 38 PTS, 11 REB pic.twitter.com/JItKkb1xWV— NBA (@NBA) January 8, 2021 Í framlengingunni reyndist Dallas sterkari aðilinn, vann hana, 8-15, og leikinn með sjö stiga mun, 117-124. San Antonio Spurs stöðvaði sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers með 109-118 sigri í Staples Center. LaMarcus Aldridge skoraði 28 stig fyrir San Antonio sem hefur unnið bæði Los Angeles-liðin, Lakers og Clippers, á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. LeBron James skoraði 27 stig og gaf tólf stoðsendingar í liði Lakers. LaMarcus Aldridge's game-high 28 PTS pace the @spurs road W in Los Angeles. pic.twitter.com/vCOLrbDreo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Brooklyn Nets varð aðeins annað liðið til að vinna Philadelphia 76ers í vetur þegar liðið bar sigurorð af toppliði Austurdeildarinnar, 122-109, þrátt fyrir að vera án Kevins Durant og Kyrie Irving. Joe Harris og Caris LaVert drógu vagninn hjá Brooklyn í nótt. Harris skoraði 28 stig og LaVert var með 22 stig og tíu stoðsendingar. Brooklyn hefur unnið tvo leiki í röð og er komið upp í 7. sæti Austurdeildarinnar. The @BrooklynNets defeat PHI behind 28 PTS, 6 3PM from Joe Harris. pic.twitter.com/o9tLhrQYvS— NBA (@NBA) January 8, 2021 Damian Lillard fór á kostum og skoraði 39 stig þegar Portland Trail Blazers vann Minnesota Timberwolves, 135-117, á heimavelli. Damian Lillard tallies 39 PTS, 7 REB, 7 AST in 29 minutes of action for the @trailblazers. pic.twitter.com/6oImT83sQW— NBA (@NBA) January 8, 2021 Þetta var sjötta tap Úlfanna í röð sem áttu ekki möguleika gegn Portland þrátt fyrir að fá 26 stig frá bæði D'Angelo Russell og Anthony Edwards. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Memphis Grizzlies, 90-94. Cleveland hefur komið mjög á óvart í vetur og er í 8. sæti Austurdeildarinnar með fimm sigra og fjögur töp. Andre Drummond sets up Isaac Okoro for the @cavs game-sealing slam. pic.twitter.com/rjbpdxYQjo— NBA (@NBA) January 8, 2021 Úrslitin í nótt Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 117-124 Dallas LA Lakers 109-118 San Antonio Brooklyn 122-109 Philadelphia Portland 135-117 Minnesota Memphis 90-94 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum