Nýja heimildarmyndin um Tiger Woods frumsýnd næstu tvo sunnudaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 11:31 Nick Faldo klæðir Tiger Woods í græna jakkann eftir sigur Tigers á Mastersmótinu 1997. Getty/Sam Greenwood Michael Jordan og Lance Armstong fengu báðir heimildarmynd á síðasta ári og í upphafi nýs árs þá er komið af ótrúlegri öfgaævi Tiger Woods. Það bíða margir spenntir eftir því að sjá nýja heimildarmynd um viðburðaríka ævi bandaríska kylfingsins Tiger Woods sem verður frumsýnd í tveimur hlutum í þessum mánuði. HBO mun frumsýna nýja mynd um Tiger Woods næstu tvo sunnudag en hún heitir einfaldlega Tiger. Fyrri hlutinn verður sýndur á HBO sunnudaginn 10. janúar og seinni hlutinn viku síðar. Í fyrri hlutanum verður fjallað um æsku Tigers og hvernig hann varð að besta kylfingi heims. Þar er einnig farið yfir sigursælan feril hans. HBO's upcoming two-part documentary on Tiger Woods covers the good, the bad and the ugly.Posted by Sports Illustrated on Miðvikudagur, 6. janúar 2021 Í seinni hlutanum er síðan farið yfir árin eftir að heimur Tiger Woods hrundi þegar upp komst um annað líf hans á bak við tjöldin. Þar er fjallað um skilnaðinn, bakmeiðslin og svo endurkomu hans á Mastersmótinu 2019. Þeir sem hafa séð heimildarmyndina segja að HBO hlífi ekki neinum í myndinni og fjalli á mjög opinskáan hátt um allt sem gekk á í lífi Tigers, bæði þegar gekk vel og þegar heimurinn hans hrundi. Michael Jordan fékk að vera með puttana í „The Last Dance“ heimildarmyndinni sinni en Tiger Woods fékk ekkert að koma að þessari heimildarmynd. Það eru engin viðtöl við Tiger Woods sjálfan, móður hans eða fyrrum eiginkonu hans Elin Nordegren. Það eru hins vegar sýnd myndbrot sem hafa ekki komið fyrir augu almennings áður. Það eru líka viðtöl við fólk sem var í nánum tengslum við Tiger eins og fyrrum kylfusvein hans Steve Williams, vin föður hans og ævisöguritara hans Pete McDaniels sem og Diana Parr, sem á að vera fyrsta ást Tigers. Í myndinni er einnig viðtal við Rachel Uchitel um hennar þátttöku í hneykslinu sem breytti því hvernig heimurinn sá Tiger Woods. Hér fyrir neðan má sjá stiklu um heimildarmyndina. watch on YouTube Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það bíða margir spenntir eftir því að sjá nýja heimildarmynd um viðburðaríka ævi bandaríska kylfingsins Tiger Woods sem verður frumsýnd í tveimur hlutum í þessum mánuði. HBO mun frumsýna nýja mynd um Tiger Woods næstu tvo sunnudag en hún heitir einfaldlega Tiger. Fyrri hlutinn verður sýndur á HBO sunnudaginn 10. janúar og seinni hlutinn viku síðar. Í fyrri hlutanum verður fjallað um æsku Tigers og hvernig hann varð að besta kylfingi heims. Þar er einnig farið yfir sigursælan feril hans. HBO's upcoming two-part documentary on Tiger Woods covers the good, the bad and the ugly.Posted by Sports Illustrated on Miðvikudagur, 6. janúar 2021 Í seinni hlutanum er síðan farið yfir árin eftir að heimur Tiger Woods hrundi þegar upp komst um annað líf hans á bak við tjöldin. Þar er fjallað um skilnaðinn, bakmeiðslin og svo endurkomu hans á Mastersmótinu 2019. Þeir sem hafa séð heimildarmyndina segja að HBO hlífi ekki neinum í myndinni og fjalli á mjög opinskáan hátt um allt sem gekk á í lífi Tigers, bæði þegar gekk vel og þegar heimurinn hans hrundi. Michael Jordan fékk að vera með puttana í „The Last Dance“ heimildarmyndinni sinni en Tiger Woods fékk ekkert að koma að þessari heimildarmynd. Það eru engin viðtöl við Tiger Woods sjálfan, móður hans eða fyrrum eiginkonu hans Elin Nordegren. Það eru hins vegar sýnd myndbrot sem hafa ekki komið fyrir augu almennings áður. Það eru líka viðtöl við fólk sem var í nánum tengslum við Tiger eins og fyrrum kylfusvein hans Steve Williams, vin föður hans og ævisöguritara hans Pete McDaniels sem og Diana Parr, sem á að vera fyrsta ást Tigers. Í myndinni er einnig viðtal við Rachel Uchitel um hennar þátttöku í hneykslinu sem breytti því hvernig heimurinn sá Tiger Woods. Hér fyrir neðan má sjá stiklu um heimildarmyndina. watch on YouTube
Golf Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira