Segir að Khabib hafi fengið 12,7 milljarða tilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 10:01 Khabib Nurmagomedov er ósigraður í búrinu og ekkert lamb að leika sér við. Getty/Mike Roach Umboðsmaður rússneska bardagamannsins Khabib Nurmagomedov hefur nú opinberað rosalegt tilboð sem skjólstæðingur hans fékk nýverið. Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ. MMA Box Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ.
MMA Box Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira