„Magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. janúar 2021 14:03 Sigríður Þóra, Andrea, Aggi og Birta á tökustað Líf dafnar. Myndin er tekin á heimili Elínar og Magnúsar sem eru viðmælendur í þáttunum. Þorleifur Kamban „Þetta eru innilega persónulegir þættir þar sem foreldrar og sérfræðingar ræða við okkur um raunina að eignast börn, bæði í gleði og sorg,“ segir þáttastjórnandinn Andrea Eyland um þættina Líf dafnar, sem fara af stað í kvöld. „Við tölum um fyrstu árin eftir að barn kemur í heiminn og hvaða áhrif það hefur á okkur og hversu mikilvægur tími þetta er í raun.“ Andrea gaf út bókina Kviknar fyrir nokkrum árum og gerði í kjölfarið þættina Líf Kviknar, sem Líf dafnar er sjálfstætt framhald af. Einnig er hún með vinsælt hlaðvarp um þetta efni, sem birtist á Vísi og helstu hlaðvarpsveitum. Andrea kemur einnig lítillega inn á eigin reynslu í þessum nýju þáttum. „Ég tengi þannig við foreldrana sem ég á eitthvað sameiginlegt með, ég held við getum öll gert það. Það sem tengir okkur um allan heim er að eignast börn.“ Andrea Eyland og sonur hennar Ylur í Gvendarlaug á Ströndum árið 2019.Þorleifur Kamban Berskjalda sig til að aðstoða aðra Hún er sjálf margra barna móðir og helgar öllum sínum tíma í að fræða foreldra og opna umræðuna um allt tengt meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og foreldrahlutverkinu. Hún heldur til dæmis úti Instagram samfélaginu Kviknar ásamt unnusta sínum Þorleifi Kamban og fer þar reglulega af stað með vitundarvakningu og herferðir eins og #raunin sem vakti mikla athygli hér á landi. „Það er svo magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra. Þessir foreldrar sem koma fram í þáttunum eru margir hverjir hluti af Kviknar samfélaginu á Instagram og þau vita því vel hversu miklu máli skiptir að þau segi sína sögu og miðli sinni upplifun. Mér leið eins og þau treysti mér til að skila boðskap sínum af virðingu til áhorfenda og ég er þakklát fyrir það traust, þakklát að þau voru tilbúin að berskjalda sig svona, öðrum til aðstoðar.“ Í þáttunum deila foreldrar sinni reynslu á einlægan hátt.Þorleifur Kamban Leyfa hjartanu að tala Í fyrsta þætti er fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö er fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum tökum við raunina fyrir og uppeldi. Þættirnir voru heilt ár í framleiðslu. „Covid setti stundum strik í reikninginn með allskonar breytingum en markmiðið var samt alltaf að heimsækja ákveðna foreldra tvisvar til að fylgjast með breytingum í lífi þeirra á þessu tímabili. Lang skemmtilegast er augnablikið þegar ég sest niður með viðmælendum eftir að við erum búin að kynna okkur, koma okkur fyrir og stilla upp. Þetta andartak þar sem við drögum saman súrefni ofan í maga og tengjum. Horfum á hvert annað og leyfum hjartanu að tala. Ég get ekki lýst þessu betur, elska þessa stund.“ Andrea viðurkennir að mörg viðtalanna hafi tekið á og grét hún sjálf í nokkrum viðtölum og táraðist í öðrum. „Það er stórkostlegt og stundum sorglegt hvað margt fólk hefur upplifað allskonar í tengslum við barneignir, ég held að langerfiðasta í þetta sinn hafi verið viðtalið við Nadíu sem lýsti áhrifum kynferðisofbeldis sem hún varð fyrir sem barn á sína eigin meðgöngu og líðan tengdu því að eignast dóttur.“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban unnu saman að bókinni Kviknar sem og þáttunum Líf kviknar og Líf dafnar. Vísir/Vilhelm Svara með ólíkum hætti Þó að Andrea þekki viðfangsefnið einstaklega vel þá var samt ýmislegt sem kom henni á óvart við gerð þáttanna. „Það er svo skrítið að þó ég lifi og hrærist í því að tala við foreldra um barneignarferlið þá veit ég aldrei allt. Það kemur eitthvað nýtt fram nánast hvern einasta dag og það á sannarlega við í Líf dafnar líka. Svo kom á óvart hvað spurningunni „Af hverju eignumst við börn?“ var svarað með ólíkum hætti af öllum, foreldrum og sérfræðingum.“ Þættirnir eru framleiddir fyrir Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. „Glassriver framleiðir þættina í samstarfi við fyrirtæki okkar Þorleifs, Eyland & Kamban en hann Þorleifur minn er tökumaður og hönnuður í þáttunum. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir vinkona mín og fagkona var með mér í handriti og sér um ýmislegt í tengslum við þættina þrátt fyrir að vera nýbúin að eignast sitt annað barn. Við unnum líka saman að Líf Kviknar sem er sjálfstæður undanfari Líf dafnar. Birta Björgvinsdóttir er tökukona þáttanna og Aggi Friðberts hljóðmaður, þau eru alveg einstök í sínu. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina, ég get ekki lýst henni með orðum og hlakka svakalega til að áhorfendur heyri og upplifi hans list. Elísabet hjá Glassriver hefur verið alger negla í framleiðslu og svo verð ég að minnast á Klöru Alexöndru sem var stutt með okkur en vá þvílík maskína í að redda málunum.“ Börn og uppeldi Kviknar Frjósemi Líf dafnar Tengdar fréttir Leiðinlegu ráðin sem hafa áhrif á hárlos eftir meðgöngu Hárgreiðslukonan og hársérfræðingurinn Birgitta Ásbjörnsdóttir endaði á að raka helminginn af hárinu sínu eftir hárlos á meðgöngu. Hún er margra barna móðir í dag en segir að hárlosið hafi verið mjög mismunandi eftir meðgöngum. 19. nóvember 2020 20:00 Byggja níu metra A-hús með níu svefnherbergjum í Ölfusi „Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland 10. nóvember 2020 15:32 Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið. 29. október 2020 09:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Við tölum um fyrstu árin eftir að barn kemur í heiminn og hvaða áhrif það hefur á okkur og hversu mikilvægur tími þetta er í raun.“ Andrea gaf út bókina Kviknar fyrir nokkrum árum og gerði í kjölfarið þættina Líf Kviknar, sem Líf dafnar er sjálfstætt framhald af. Einnig er hún með vinsælt hlaðvarp um þetta efni, sem birtist á Vísi og helstu hlaðvarpsveitum. Andrea kemur einnig lítillega inn á eigin reynslu í þessum nýju þáttum. „Ég tengi þannig við foreldrana sem ég á eitthvað sameiginlegt með, ég held við getum öll gert það. Það sem tengir okkur um allan heim er að eignast börn.“ Andrea Eyland og sonur hennar Ylur í Gvendarlaug á Ströndum árið 2019.Þorleifur Kamban Berskjalda sig til að aðstoða aðra Hún er sjálf margra barna móðir og helgar öllum sínum tíma í að fræða foreldra og opna umræðuna um allt tengt meðgöngu, fæðingu, sængurlegu og foreldrahlutverkinu. Hún heldur til dæmis úti Instagram samfélaginu Kviknar ásamt unnusta sínum Þorleifi Kamban og fer þar reglulega af stað með vitundarvakningu og herferðir eins og #raunin sem vakti mikla athygli hér á landi. „Það er svo magnað hvað fólk er tilbúið að deila eigin reynslu í þágu annarra. Þessir foreldrar sem koma fram í þáttunum eru margir hverjir hluti af Kviknar samfélaginu á Instagram og þau vita því vel hversu miklu máli skiptir að þau segi sína sögu og miðli sinni upplifun. Mér leið eins og þau treysti mér til að skila boðskap sínum af virðingu til áhorfenda og ég er þakklát fyrir það traust, þakklát að þau voru tilbúin að berskjalda sig svona, öðrum til aðstoðar.“ Í þáttunum deila foreldrar sinni reynslu á einlægan hátt.Þorleifur Kamban Leyfa hjartanu að tala Í fyrsta þætti er fjallað um mikilvægi tengslamyndunar, svefn, grátur barna og áhrif erfiðrar fæðingarreynslu á frekari barneignir. Í þætti tvö er fjallað um lífið á vökudeild, áhrif þess að eignast fleiri börn og valið barnleysi. Í þætti þrjú er fjallað um áhrif kynferðisofbeldis á barneignir, líkamsímynd, áhrif samfélagsmiðla og brjóstagjöf. Þáttur fjögur fjallar um börn með sérþarfir, andlega heilsu, áhrif barneigna á sambandið og kynlíf foreldra. Fimmti þáttur er um foreldra sem ættleiddu barn, skilnað, samsettar fjölskyldur, ömmur og afa og að bæta við barni en í lokaþættinum tökum við raunina fyrir og uppeldi. Þættirnir voru heilt ár í framleiðslu. „Covid setti stundum strik í reikninginn með allskonar breytingum en markmiðið var samt alltaf að heimsækja ákveðna foreldra tvisvar til að fylgjast með breytingum í lífi þeirra á þessu tímabili. Lang skemmtilegast er augnablikið þegar ég sest niður með viðmælendum eftir að við erum búin að kynna okkur, koma okkur fyrir og stilla upp. Þetta andartak þar sem við drögum saman súrefni ofan í maga og tengjum. Horfum á hvert annað og leyfum hjartanu að tala. Ég get ekki lýst þessu betur, elska þessa stund.“ Andrea viðurkennir að mörg viðtalanna hafi tekið á og grét hún sjálf í nokkrum viðtölum og táraðist í öðrum. „Það er stórkostlegt og stundum sorglegt hvað margt fólk hefur upplifað allskonar í tengslum við barneignir, ég held að langerfiðasta í þetta sinn hafi verið viðtalið við Nadíu sem lýsti áhrifum kynferðisofbeldis sem hún varð fyrir sem barn á sína eigin meðgöngu og líðan tengdu því að eignast dóttur.“ Andrea Eyland og Þorleifur Kamban unnu saman að bókinni Kviknar sem og þáttunum Líf kviknar og Líf dafnar. Vísir/Vilhelm Svara með ólíkum hætti Þó að Andrea þekki viðfangsefnið einstaklega vel þá var samt ýmislegt sem kom henni á óvart við gerð þáttanna. „Það er svo skrítið að þó ég lifi og hrærist í því að tala við foreldra um barneignarferlið þá veit ég aldrei allt. Það kemur eitthvað nýtt fram nánast hvern einasta dag og það á sannarlega við í Líf dafnar líka. Svo kom á óvart hvað spurningunni „Af hverju eignumst við börn?“ var svarað með ólíkum hætti af öllum, foreldrum og sérfræðingum.“ Þættirnir eru framleiddir fyrir Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. „Glassriver framleiðir þættina í samstarfi við fyrirtæki okkar Þorleifs, Eyland & Kamban en hann Þorleifur minn er tökumaður og hönnuður í þáttunum. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir vinkona mín og fagkona var með mér í handriti og sér um ýmislegt í tengslum við þættina þrátt fyrir að vera nýbúin að eignast sitt annað barn. Við unnum líka saman að Líf Kviknar sem er sjálfstæður undanfari Líf dafnar. Birta Björgvinsdóttir er tökukona þáttanna og Aggi Friðberts hljóðmaður, þau eru alveg einstök í sínu. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina, ég get ekki lýst henni með orðum og hlakka svakalega til að áhorfendur heyri og upplifi hans list. Elísabet hjá Glassriver hefur verið alger negla í framleiðslu og svo verð ég að minnast á Klöru Alexöndru sem var stutt með okkur en vá þvílík maskína í að redda málunum.“
Börn og uppeldi Kviknar Frjósemi Líf dafnar Tengdar fréttir Leiðinlegu ráðin sem hafa áhrif á hárlos eftir meðgöngu Hárgreiðslukonan og hársérfræðingurinn Birgitta Ásbjörnsdóttir endaði á að raka helminginn af hárinu sínu eftir hárlos á meðgöngu. Hún er margra barna móðir í dag en segir að hárlosið hafi verið mjög mismunandi eftir meðgöngum. 19. nóvember 2020 20:00 Byggja níu metra A-hús með níu svefnherbergjum í Ölfusi „Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland 10. nóvember 2020 15:32 Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið. 29. október 2020 09:31 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Leiðinlegu ráðin sem hafa áhrif á hárlos eftir meðgöngu Hárgreiðslukonan og hársérfræðingurinn Birgitta Ásbjörnsdóttir endaði á að raka helminginn af hárinu sínu eftir hárlos á meðgöngu. Hún er margra barna móðir í dag en segir að hárlosið hafi verið mjög mismunandi eftir meðgöngum. 19. nóvember 2020 20:00
Byggja níu metra A-hús með níu svefnherbergjum í Ölfusi „Markmiðið okkar hefur alltaf verið að við gætum verið tvö í þessu. En hlaðvarp og Instagram, þetta er ekki tekjulind, þetta er ekki fyrir salti í grautinn og það verður enginn ríkur að þessu. En markmiðið okkar með þessu er ekkert endilega að vera rík. Bara að eiga ofan í okkur og á,“ segir Andrea Eyland 10. nóvember 2020 15:32
Flókið að samræma foreldra sem hafa enga tengingu nema barnið „Ég er enginn gúrú í þessum málum, þannig að ég hef stigið alls konar skref sem að ég hefði kannski ekki átt að gera og skipt mér of mikið af. Ég er bara að eðlisfari mjög stjórnsöm og það hefur kannski ekkert endilega fallið í góðan jarðveg,“ segir Andrea Eyland um stjúpmóðurhlutverkið. 29. október 2020 09:31