Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 11:16 Donald Trump mætti til Georgíu á mánudaginn en varði miklum tíma í að gagnrýna Repúblikana. AP/Brynn Anderson Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. Undanfarnar vikur hefur Trump varið miklu púðri í stoðlausar staðhæfingar um umfangsmikið kosningasvindl og grafið undan kjörsókn stuðningsmanna Repúblikana. Samhliða því hefur hann gagnrýnt leiðtoga flokksins í Georgíu og á landsvísu harðlega. Meðal annars hefur hann fordæmt Repúblikana fyrir að vilja ekki senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísanir í stað 600 dala. Sjá einnig: Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Forsetinn sinnti ekki áköllum Repúblikana um að taka fyrr þátt í kosningabaráttunni og þegar hann hélt svo kosningafund í Georgíu varði hann mest öllum tíma sínum í að gagnrýna háttsetta Repúblikana í Georgíu fyrir að vilja ekki snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu við. Í samtali við Politico segja nokkrir Repúblikanar, sem vildu ekki koma fram undir nafni, að ósigurinn væntanlegi sé Trump að kenna og gefa þeir jafnvel mismunandi ástæður. Einhverjir segja að hann hefði þurft að taka virkari þátt í baráttunni og aðrir að hann hefði átt að halda sig til hlés. Einn viðmælandi sagði þó að ljóst væri að þegar flokkurinn væri að reiða sig á mann sem hefði sjálfur tapað kosningum í ríkinu nokkrum vikum áður, væri flokkurinn ekki í góðri stöðu. Enn ein kosningin um Trump Kjósendur sem blaðamenn Washington Post ræddu við voru margir á þeirri skoðun að kosningarnar í Georgíu snerust í rauninni um Donald Trump. Margir vildu styðja forsetann og sögðu ljóst að sigrinum hefði verið stolið af honum í nóvember. Aðrir lýstu yfir andstöðu við hann. Kjósendur sem ræddu við New York Times voru á svipuðum nótum. Frambjóðendurnir sjálfir væru ekki í forgangi heldur skoðun viðkomandi kjósenda á Trump og Repúblikönum í heild. Þrír fjórðu þeirra sem kusu frambjóðendur Repúblikanaflokksins og tóku þátt í könnun AP fréttaveitunnar sögðu að sigur Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember væri ólöglegur. Um 90 prósent þeirra sögðust viss um að atkvæði hefðu ekki verið rétt talin. Í frétt AP segir að það sé mikil aukning frá fyrri kosningum. Útlit sé fyrir að ásakanir Trumps hafi fengið góðan hljómgrunn meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði AP segir einnig að Trump auki kjörsókn hjá báðum fylkingum. Kjósendur Repúblikana vilji styðja hann en á móti virðist hann auka kjörsókn mjög meðal kjósenda Demókrataflokksins. Ein kona sem ræddi við Washington Post, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn, sagðist verulega þrátt á látunum í kringum forsetann og sagðist vonast til þess að þessar kosningar myndu draga úr dramatíkinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Trump varið miklu púðri í stoðlausar staðhæfingar um umfangsmikið kosningasvindl og grafið undan kjörsókn stuðningsmanna Repúblikana. Samhliða því hefur hann gagnrýnt leiðtoga flokksins í Georgíu og á landsvísu harðlega. Meðal annars hefur hann fordæmt Repúblikana fyrir að vilja ekki senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísanir í stað 600 dala. Sjá einnig: Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Forsetinn sinnti ekki áköllum Repúblikana um að taka fyrr þátt í kosningabaráttunni og þegar hann hélt svo kosningafund í Georgíu varði hann mest öllum tíma sínum í að gagnrýna háttsetta Repúblikana í Georgíu fyrir að vilja ekki snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu við. Í samtali við Politico segja nokkrir Repúblikanar, sem vildu ekki koma fram undir nafni, að ósigurinn væntanlegi sé Trump að kenna og gefa þeir jafnvel mismunandi ástæður. Einhverjir segja að hann hefði þurft að taka virkari þátt í baráttunni og aðrir að hann hefði átt að halda sig til hlés. Einn viðmælandi sagði þó að ljóst væri að þegar flokkurinn væri að reiða sig á mann sem hefði sjálfur tapað kosningum í ríkinu nokkrum vikum áður, væri flokkurinn ekki í góðri stöðu. Enn ein kosningin um Trump Kjósendur sem blaðamenn Washington Post ræddu við voru margir á þeirri skoðun að kosningarnar í Georgíu snerust í rauninni um Donald Trump. Margir vildu styðja forsetann og sögðu ljóst að sigrinum hefði verið stolið af honum í nóvember. Aðrir lýstu yfir andstöðu við hann. Kjósendur sem ræddu við New York Times voru á svipuðum nótum. Frambjóðendurnir sjálfir væru ekki í forgangi heldur skoðun viðkomandi kjósenda á Trump og Repúblikönum í heild. Þrír fjórðu þeirra sem kusu frambjóðendur Repúblikanaflokksins og tóku þátt í könnun AP fréttaveitunnar sögðu að sigur Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember væri ólöglegur. Um 90 prósent þeirra sögðust viss um að atkvæði hefðu ekki verið rétt talin. Í frétt AP segir að það sé mikil aukning frá fyrri kosningum. Útlit sé fyrir að ásakanir Trumps hafi fengið góðan hljómgrunn meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði AP segir einnig að Trump auki kjörsókn hjá báðum fylkingum. Kjósendur Repúblikana vilji styðja hann en á móti virðist hann auka kjörsókn mjög meðal kjósenda Demókrataflokksins. Ein kona sem ræddi við Washington Post, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn, sagðist verulega þrátt á látunum í kringum forsetann og sagðist vonast til þess að þessar kosningar myndu draga úr dramatíkinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45
Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01
„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01
Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26