Viðspyrna okkar allra 2021 Þórir Garðarsson skrifar 5. janúar 2021 10:00 Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið. Ríkið hefur ákveðið að setja yfir milljarð króna í auglýsingaherferð til að laða ferðamenn til Íslands. Sá milljarður dugar lítið einn og sér. Við erum ekki ein að róa á þessi mið. Samkeppnislönd okkar eru þarna líka. Þau eltast við sömu ferðamenn og við fyrir margfalt hærri fjárhæðir. Samkeppnin verður gríðarlega hörð. Til að ná í gegn þurfum við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi en keppinautarnir. Peningar hafa ekki endilega allt að segja í þessum efnum. Eftir gosið í Eyjafjallajökli fyrir 10 árum vorum við í erfiðri stöðu. Erlendis héldu margir að Ísland væri fullt af ösku og lítið þangað að sækja. Við stóðum frammi fyrir mikilli áskorun. Þá eins og nú hafði ríkisvaldið skilning á stöðunni og ákveðið var að fara saman í markaðsátak undir merkjum „Inspired by Iceland“. Það heppnaðist gríðarlega vel. Ódýrasta verkefnið virkaði á endanum best, myndbandið við „Jungle Drum“ lag Emilíönu Torrini. Hugmyndin var snilldarleg, skilaboðin voru skýr og myndbandið hitti í hjartastað. Íslendingar tóku áskorun um að fara í persónulega markaðssetningu og dreifðu myndefninu með tölvupóstum og á samfélagsmiðlum út um allan heim til vina, vandamanna og viðskiptavina. Viðtakendurnir dreifðu síðan áfram og Íslendingar búsettir erlendis létu ekki sitt eftir liggja. Útbreiðsla myndefnisins varð margfalt meiri en peningar gátu keypt. Efnið var notað í nokkur ár eins og heimild höfunda leyfði. Við sem stóðum í landkynningum erlendis upplifðum það ítrekað að lagið, myndbandið og skilaboðin brutu ísinn. Eftirleikurinn varð árangursríkari þegar viðmælendur voru uppfullir af hrifningu og áhuga á náttúru og hreinleika landsins. Allt mælir með því að við endurtökum leikinn núna. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Stöndum saman sem þjóð, förum öll aftur í persónulegt markaðsátak. Sköpum stemmningu fyrir því að láta sem flesta vita af því hvað Ísland hefur upp á að bjóða. Þannig margfaldast áhrif herferðarinnar og fjármunirnir nýtast betur. Ef myndefnið er nógu snjallt og hittir í mark, þá er næstum hægt að tryggja sjálfvirka dreifingu og endurdreifingu á því út um allan heim. Spennandi verður að sjá og heyra hvað kemur upp úr hatti þeirra sem halda utan um markaðsátakið. Tryggjum að þjóðin verði aftur tilbúinn til þátttöku. Þannig næst mesti árangurinn. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og formaður fagráðs ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun