Lögregla birtir upptökur af „tæklingunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:23 Skjáskot úr upptöku úr öryggismyndavél má sjá til hægri. Skjáskot úr myndbandi föður piltsins, sem birt var milli jóla og nýárs, er til vinstri. Yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglu í New York hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna árás hvítrar konu á svartan unglingspilt. Konan réðst á drenginn eftir að hafa sakað hann ranglega um að stela síma hennar. Málið vakti mikla reiði vestanhafs. Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Sjá meira
Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Sjá meira
Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00