Samvinna í þágu framfara Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2021 22:00 Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár verður árið sem við festum í sessi allan lærdóminn, ávinninginn og allt það jákvæða sem árið 2020 færði okkur þó. Í mínum huga er engin spurning um hvað það var. Samvinna og samstaða var lykillinn að því hvernig okkur tókst til að halda samfélaginu gangandi við mjög krefjandi aðstæður. Við urðum þess áþreifanlega vör á sveitarstjórnarstiginu hvernig máttur samvinnunnar skipaði stórt hlutverk í öllum aðgerðum sem hafa snúið að grunnþjónustu sveitarfélaganna þegar mikið lá við. Bæjarstjórar og forstöðumenn innan stjórnsýslunnar funduðu sem aldrei fyrr þvert á sveitarfélög til að ráða ráðum sínum. Finna sameiginlegar lausnir á flóknum verkefnum. Eins og að halda uppi leik- og grunnskólastarfi í miðjum heimsfaraldri. Og standa vörð um félagsþjónustuna þannig að fólkið okkar, sem minnstu varnirnar hafa en þurfa þær mestar, væri varið sem allra best gegn þeim alvarlega vágesti sem kórónuveiran er. Í hverri einustu viku var farið yfir aðgerðaplan og upplýst um stöðu mála og því fylgdi mikið öryggi að finna samstöðuna sem ríkti á milli sveitarfélaga. Mögnuð tilfinning að upplifa sem kjörinn fulltrúi. Það var samvinna sem skilaði verðskulduðum árangri. Höfuðborgarsvæðið þarf að vinna betur saman Á höfuðborgarsvæðinu er ástæða til frekari samvinnu sveitarfélaganna því þannig er hægt að þjóna íbúum enn betur á svo marga vegu. Við höfum nú þegar byggðasamlögin, þar sem sveitarfélögin hafa sameinast um rekstur ákveðinnar grunnþjónustu líkt og almenningssamgangna og sorpmála. Rekstur byggðasamlaganna er vissulega flókin og er nú til endurskoðunar til að auka gagnsæi á milli ábyrgðar og ákvarðanatöku. En fleiri stór verkefni eru þegar komin af stað þar sem samvinnan stýrir ferð. Má þar nefna stafræna þróun sveitarfélaganna. Sú umbreyting mun hafa áhrif á alla þjónustu sveitarfélaga. Hún mun ekki síður hafa áhrif á vinnustundir þeirra sem veita þjónstuna innan stjórnsýslunnar og mun til framtíðar spara tíma og skapa svigrúm til að nýta fjármuni betur og bæta þjónustu við íbúa enn frekar. Við vitum að vægi grunnþjónustu er að aukast og mun gera það áfram. Þá skiptir máli að sveitarfélögin hafi þær bjargir sem þarf til að laga rekstur sinn að breyttri sviðsmynd sem kallar á aukið fagfólk til starfa við leik- og grunnskóla jafnt sem við félagsþjónustuna. Nú þegar hefur verið sett á laggirnar stafrænan starfshóp sem hefur það hlutverk að leiða sveitarfélögin saman og marka stefnu um sameiginlegan stafrænan grunn til að byggja umbreytinguna á. Stafrænar umbreytingar eru risaverkefni sem kosta töluverða fjármuni enda til þess fallið að styrkja alla innviði í breyttu umhverfi. Því er mikilvægt að sameinast um leiðir, deila kostnaði og samræma kerfi á milli sveitarfélaga. Ekki síst til að auðvelda íbúum aðgengi að allri þjónustu. Styrkjum samvinnu innan atvinnusvæðisins Borgarlínan er annað verkefni sem snertir öll sveitarfélögin og hefur verið komið þannig um kring að úr varð sameiginlegt verkefni þar sem hagsmunir allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu eru undir. Unnið er að skilvirkri tengingu á milli sveitarfélaga þannig að íbúar eigi þess kost að komast hratt og örugglega á milli staða en ekki síður til að vinna gegn loftslagsvánni. Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði. Það ekkert eðlilegra en að búa í einu sveitarfélagi og starfa í öðru. Því eigum við að stefna áfram veginn, leita í styrkleikana og styrkja samvinnu þvert á sveitarfélögin sem aldrei fyrr. Hér getum við tekið fleiri mikilvæg verkefni inn í markvissa stefnumótin eins og að kortleggja félagslega þjónustu þvert á sveitarfélögin hvar þarf að gefa í og hvar þarf að hugað að þolmörkum sem varða okkur öll. Búseta á að vera valmöguleiki, óháð sveitarfélagi og óháð stöðu íbúanna sjálfra. Þar skiptir öllu máli að sýnin og stefnan við skipulagningu hverfa taki mið að því. Framboð á húsnæði þarf að taka mið af fjölbreytileika samfélagsins og meðvitað þarf að styðja við slíka íbúaþróun. Þá skiptir máli að taka félagslega þætti inn með markvissum hætti, og kostnað þjónustunnar til að mæta barnafjölskyldum sem best óháð efnahag. Verðug verkefni og spennandi. Því þau eru framsækin og mikilvæg í þróun uppbyggingar höfuðborgarsvæðisins sem stækkar hratt og varðar öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Sara Dögg Svanhildardóttir Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar