Viðskipti erlent

Færri flug, færri flugslys, fleiri dauðsföll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Farþegaflug dróst mjög saman á liðnu ári.
Farþegaflug dróst mjög saman á liðnu ári. Getty

Fleiri létust í flugslysum þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut á nýliðnu ári en árið 2019, þrátt fyrir að mun færri flugslys hafi orðið á sama tíma og flugferðum fækkaði mikið.

Þetta kemur fram í árlegri samantekt hollenska ráðgjafafyrirtækisins To70 sem tekur tölfræðina saman. Reuters greinir frá samantektinni en samkvæmt henni létust 299 í flugslysum á síðasta ári þar sem farþegaflugvélar áttu í hlut.

Alls urðu flugslysin á síðasta ári 40, þar af fimm þar sem dauðsföll áttu sér stað. Árið 2019 voru flugslysin 86, þar af átta mannskæð. Alls létust 257 í flugslysum árið 2019.

Meirihluti þeirra sem létust í flugslysum á síðasta ári lést þegar úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður yfir Íran í janúar fyrir um ári síðan. 176 manns létust í flugslysinu.

Þá létust 98 þegar flugvél Pakistan International Airlines brotlenti í íbúðarhverfi í Karachi í maí.

Kórónuveirufaraldurinn hafði gríðarleg áhrif á flugsamgöngur um heim allan en samkvæmt tölfræði Flighradar23 dróst flug saman um 42 prósent á milli ára


Tengdar fréttir

Farþegarnir lifðu fyrstu eldflaugina af

Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×