Fótbolti

Ótrúleg tölfræði Bayern á almanaks­árinu 2020

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewandowski fagnar einu af mörgum mörkum sínum á síðustu leiktíð.
Lewandowski fagnar einu af mörgum mörkum sínum á síðustu leiktíð. Alex Gottschalk/Getty

Bayern Munchen fór algjörlega á kostum á almanaksárinu 2020. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum og þegar litið er til baka á árið; þá töpuðu þeir einungis einum leik á öllu árinu.

Bayern vann þýsku úrvalsdeildina, eins og svo oft áður, en einnig endurheimtu þeir þýska bikarinn eftir tap í úrslitaleiknum tímabilið 2018/2019. Þeir urðu svo Evrópumeistarar eftir sigur á PSG í úrslitaleiknum.

Það er einungis eitt lið sem getur státað af því að hafa haft betur gegn Bæjurum árið 2020. Það er Hoffenheim sem vann 4-1 sigur á meisturunum í annarri umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í ár.

Annars unnu Bæjarar 42 leiki af þeim 45 sem spilaðir voru, fimm leikirnir enduðu með jafntefli og einn tapleikur - eins og áður segir gegn Hoffenheim.

Enginn var heitari en pólski framherjinn Robert Lewandowski en hann skoraði 44 mörk í 47 leikjum með Bayern og Póllandi á árinu. Magnaðar tölur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×