RÚV biður Ívu afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2020 13:52 Íva flutti lagið í beinni í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube
Eurovision Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira