Fótbolti

Mbappe sagður vilja skrifa Real Madrid inn í nýja PSG samninginn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe stingur sér framhjá Kára Árnasyni í landsleik Frakka og Íslendinga í París.  Mbappe varð íslensku varnarmönnunum erfiður í þessum leik.
Kylian Mbappe stingur sér framhjá Kára Árnasyni í landsleik Frakka og Íslendinga í París.  Mbappe varð íslensku varnarmönnunum erfiður í þessum leik. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO

Kylian Mbappe er til í að gera nýjan samning við franska félagið Paris Saint Germain en spænskir fjölmiðlar segja að hann vilji aftur á móti vera með sérstaka Real Madrid klásúlu.

Kylian Mbappe er enn bara 21 árs gamall en hefur engu að síður unnu frönsku deildina þrisvar sinnum og orðið heimsmeistari með franska landsliðinu.

Framtíð Kylian Mbappe hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu enda er hann líklegur til að verða besti knattspyrnumaður heims á næstu árum.

Spænska blaðið AS segir að franski framherjinn vilji passa upp á það að halda því opnu að hann geti farið til Real Madrid í framtíðinni.

Núverandi samningur Kylian Mbappe og frönsku meistaranna rennur út árið 2022. Skrifi hann undir nýjan samning gæti það orðið mjög erfitt fyrir Real Madrid að kaupa hann í næstu framtíð.

Þar kemur þessi sérstaka Real Madrid klásúla inn í sem blaðamaður AS segir gefa Real Madrid tækifæri á að kaupa Mbappe fyrir ákveðna upphæð.

Kylian Mbappe hefur aldrei farið leynt um það að vilja spila fyrir Real Madrid í framtíðinni. Mbappe hefur reyndar verið orðaður við Liverpool síðustu vikurnar en það verður að teljast mjög ólíkleg endastöð fyrir kappann.

Kylian Mbappe skoraði 30 mörk í 33 leikjum með Paris Saint-Germain í öllum keppnum á 2019-20 tímabilinu en Frakkar tóku þá ákvörðun á dögunum að flauta það endanlega af vegna kórónuveirufaraldarins.

Mbappe hefur Paris þegar skoraði 90 í 120 leikjum fyrir Paris Saint-Germain og 13 mörk í 34 leikjum fyrir franska landsliðið.Tvö af landsliðsmörkum hans komu á móti Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×