Innlent

Forsætisráðherra, lúsmý, frjókorn og fæða í Bítinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.
Bítið hefst í beinni útsendingu á Bylgjunni, hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir klukkan 6:50.

Eftir stutta fjarveru er Heimir Karlsson mættur aftur við hljóðnemann í Bítinu þar sem hann og Gulli Helga munu fjalla um fjölmargt eins og þeim einum er lagið.

Hjá þeim félögum í dag verða fjöldamargir góðir gestir. Fyrstan má nefna skordýrasérfræðinginn Gísla Má Gíslason sem ætlar að fjalla um ferðalög innanlands í sumar og hvað Íslendingar geta gert til að forðast lúsmý.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er jafnframt meðal gesta en hún mun ræða laun þingmanna, nánustu framtíð í faraldrinum, stöðu ríkissjóðs og margt fleira.

Teitur Guðmundsson læknir kemur og fræðir hlustendur um frjókornaofnæmi auk þess sem íslenskir matvælafrumkvöðlar mæta og ræða um matarnýsköpun á Íslandi.

Þá munu Heimir og Gulli fjalla um átaksverkefnið Lífrænt Ísland sem formlega verður ýtt úr vör í dag, en könnun gefur til kynna að Íslendingar vilji lífræna framleiðslu hér á landi.

Horfa má á Bítið hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×