Sagðist geta lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði þegar hann bætti heimsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 5. maí 2020 07:30 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson, sem bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina er hann lyfti 501 kílói, segir að hann hafi getað lyft tíu til tuttugu kílóum meira en hann gerði á laugardaginn. Það hafi bara ekki verið þess virði. Hafþór var í viðtali hjá Henry Birgi Gunnarssyni í þættinum Sportinu í dag þar sem hann fór yfir laugardaginn fræga er hann sló heimsmetið. Fyrsta spurningin var einfaldlega hvernig heimsmethafinn hefði það á mánudegi eftir viðburðaríka helgi? „Mér líður bara þokkalega, takk fyrir að spyrja. Ég var æstur eftir þetta. Það var mikið spennufall. Ég fór ekki að sofa fyrr en rétt eftir miðnætti sem er seint fyrir mig sem íþróttamann en það var mikil spenna og ánægja eftir þetta. Þetta var eitthvað sem menn sögðu að ætti ekki að vera hægt svo ég var mjög ánægður,“ sagði Hafþór. „Mér leið mjög vel. Þetta voru tuttugu vikur sem ég tók sérstaklega fyrir þessa lyftu. Ég keppti á Arnold Classic í mars og ég ætlaði að keppa í Barein en því var aflýst vegna ástandsins. Við ákváðum þar af leiðandi að reyna gera eitthvað fyrir fólkið sem er heima hjá sér og hefur minna að gera. Svo kom þetta til tals; að hafa þetta heima í ræktinni minni og lyfta 501 kílói. Það var mikið af fólki sem hafði ekki trú á því en það er gott að „prove people wrong.“ „Ég trúi rosalega á sjálfan mig og ég var búinn að segja við sjálfan mig að ég ætlaði að taka þetta. Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Það var degi fyrir þar sem það kemur svona stress hvað ef? Hvað ef ég ríf vöðva? Hvað ef löppin rennur til? Hvað ef ég á slæman dag? En á sama tímapunkti sagði ég við sjálfan mig að ég þyrfti að vera jákvæður og ég gæti þetta. Ég átti rosalega góðan dag.“ Hafþór Júlíus segir að það sé alls ekki þannig að réttstöðulyfta hafi verið hans besta grein í gegnum tíðina því á árum áður hafi nánast verið gert grín að Hafþóri fyrir hans framgöngu í réttstöðunni. „Sá sem tók þetta var þekktur fyrir það að vera yfirburðamaður í réttstöðulyftu. Þegar ég byrja í þessu sporti þá er þetta minn veikleiki. Það er myndband sem er nú út um allar trissur þar sem ég er að lyfta 300 kílóum árið 2009 og það er gaman að sjá bætingarnar. 2011 þá var það umtalað að Hafþór, hans veikleiki er réttstöðulyfta.“ „Ég trúi því að ég hafi getað tíu, ef ekki tuttugu kílóum meira, en þá erum við byrjaðir að stofna líkamanum í mikla hættu og eftir þetta tog þá var ég rosalega sáttur og ánægður. Ég ákvað að enda daginn á góðu nótunum. Ég hefði getað tekið meira en það hefði ekki skilað mér neinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Hafþór um heimsmetið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Sjá meira