„Stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2020 15:49 Finnur Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag. vísir/vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta í dag. Mörg lið sóttust eftir starfskröftum hans. „Ég var í viðræðum við nokkur lið sem settu saman flottan pakka og það er greinilega mikill metnaður í íslenskum körfubolta. Ég er bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að fá vinnu. Það er ekkert sjálfsagt,“ sagði Finnur í Sportinu í dag. Finnur þjálfaði yngri flokka Vals tímabilið 2018-19 og þekkir því ágætlega til á Hlíðarenda. „Mér leið vel þarna. Það er vel staðið að hlutunum og gott fólk þarna. Þetta er stórt félag með mikla sögu og tækifæri til að gera betur. Ég á að hjálpa félaginu að taka næsta skref,“ sagði Finnur sem gerði KR að Íslandsmeisturum öll fimm tímabilin sem þjálfari karlaliðsins. Verkefnið hjá Val er talsvert frábrugðið því sem hann glímdi við hjá KR. „Þetta eru ólík verkefni. Þegar ég tók við KR var stærsta málið að vinna tvö ár í röð. Nú tek ég við liði sem er að reyna að festa sig í sessi í deildinni og hefur ekki komist í úrslitakeppnina í langan tíma.“ Finnur segir að blandan í Valsliðinu á síðasta tímabili hafi ekki verið nógu góð. „Fyrsta skrefið er að setja saman lið sem getur gert eitthvað. Manni fannst væntingarnar svolítið óraunhæfar þegar Pavel [Ermolinskij] kom í fyrra. Mér fannst liðið illa samsett og það var ekkert samasemmerki milli þess sem fólk var að tala um og gera,“ sagði Finnur. Hann stefnir á að koma Val í úrslitakeppnina. „Markmiðið er klárlega að taka næsta skref og komast í úrslitakeppnina. Deildin er gríðarlega sterk og mörg lið mun betri en þegar ég var að þjálfa. Svo eru þjálfararnir miklu betri.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00 Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Nýir þjálfarar hjá báðum Valsliðunum: Finnur tekur við karlaliðinu Valsmenn skipta um þjálfara hjá báðum meistaraflokkum sínum í sumar en Finnur Freyr Stefánsson var ekki lengi að finna sér vinnu á Íslandi eftir að hann hætti með danska liðið Horsens. 4. maí 2020 13:00
Finnur Freyr tekur við Val Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta. 4. maí 2020 10:49
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum