Erlent

Yfir 10.000 fallið frá á Spáni

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Barcelona þar sem bílastæði Collseraola líkhússins hefur verið nýtt sem auka pláss.
Frá Barcelona þar sem bílastæði Collseraola líkhússins hefur verið nýtt sem auka pláss. Getty/David Ramos

Yfir tíu þúsund manns hafa nú látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni. Tilkynnt var um yfir 900 dauðsföll af völdum veirunnar síðasta sólarhringinn. BBC greinir frá.

Spánn hefur farið illa út úr faraldrinum en samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore hafa 110.238 manns smitast af veirunni og er það bara í Bandaríkjunum og á Ítalíu þar sem fleiri hafa smitast. Þá er það eingöngu á Ítalíu þar sem fleiri hafa látið lífið eftir að hafa smitast

Þá hefur atvinnulífið á Spáni hlotið þung högg en talið er að yfir 900 þúsund manns hafi misst vinnuna vegna faraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×